09.03.2011 23:18

Magnaður mars

Jæja, loksins brosa veðurguðirnir við okkur.


Það er vel við hæfi að efnisprinsessan Spyrna frá Árgerði heilsi ykkur í byrjun á þessum fallega skjannahvíta degi! Sjá fleiri myndir hér af Spyrnu.

Það eru tvö hross á fjórða vetur frá þeim í Árgerði í kynbótaþjálfun. Þetta er Spyrna Tristansdóttir frá Árgerði, á fjórða undan Hrefnu frá Árgerði og stóðhestsefnið Jarl frá Árgerði en það verður fjallað um hann næst.
Er þessi hryssa mjög skemmtileg, geðgóð og galopin til gangs. Einnig er hún gullfalleg og mjög stór, örugglega yfir 150 cm á bandmál. Stefnt er með þessa hryssu í dóm í vor og eru miklar væntingar bundnar til hennar.

Ætla að byrja á nýju fjöri hér í færslunum en það er BLAST FROM THE PAST - gamlar minningar!


Hér er gömul mynd af stórsigri heimasætunnar hér á árum áður. Á einu og sama mótinu kom hún 12 ára gömul, sá og sigraði BÆÐI barnaflokk og B-flokk á Melgerðismelum á félagsmóti Funa.
Og ekki nóg með það, heldur á aðeins 5 vetra gamalli hryssu. Nanna Lind Stefánsdóttir og Evíta frá Litla-Garði voru svakalegar þarna og hlutu einnig titilinn glæsilegasta par mótsins. Ætli þetta sé einsdæmi í sögunni ? Evíta hlaut síðar 1.v en hún er undan Svarti frá Unalæk og Elvu frá Árgerði og var síðar seld með mikilli eftirsjá.

Glóðar frá Árgerði er í stöðugri framför og var smellt nýjum myndum af honum í gær og tókst það sérlega vel, hann bætir stanslaust í skref og fótaburð og virðist ætla að verða alvöru keppnishestur.


Smellið á myndina til að sjá hinar :) nb. HlífaLAUS


Spyrnan í léttri sveiflu

Enda hér á annari BLAST FROM THE PAST mynd en það er af litla bóndanum á bænum og henni Tinnu




Gæti maður verið sætari ? Pínu þreytandi að bíða eftir pabba stundum!

Svo endilega hreint, kæru lesendur, nær og fjær, vinir og vandamenn og eins aðrir sem eiga leið hjá megið endilega láta í ykkur heyra! :) gestabók eða comment
Flettingar í dag: 277
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4345
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 1280637
Samtals gestir: 81444
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 05:13:46