15.03.2011 23:51
Marsfjör
Góðan daginn góðir lesendur
Mars ætlar ekkert að fara blíðari höndum um okkur Íslendinga en Janúar og Febrúar. Rokið geysar enn þó með smáhléum! KEA-mótaröðin átti að vera á fimmtudaginn síðastliðinn og var þá mokandi ofankoma með kófi og ófært innan Akureyrar svo því var frestað fram á mánudag en þá var stormsvindur einnig og enn var því frestað og allt er þegar þrennt er annað kvöld, fimmtudag viku síðar en upprunalega mótið.
Fengum reyndar frábæra blíðu og geggjað reiðfæri eftir ofankomustorminn síðasta fimmtudag og kom þá logn og frost og var snjóalag yfir öllu.
Úr verðlaunaafhendingu á Mývatni Open í stóðhestakeppninni.
Mývatn Open var þriðja úti ísmótið í röð og það síðasta í bili og létum við okkur ekki vanta þangað. Ásdís fór með Gýgju frá Úlfsstöðum í tölt sem er hryssa hjá okkur í kynbótaþjálfun. Er hún undan Flygli frá Vestri-Leirárgörðum og Kósý frá Úlfsstöðum, hún er á 7.vetur. Einnig fékk Glóðar Tristanssonur frá Árgerði að prufa ísinn og stóð sig ágætlega.
Biggi fór með stóðhestana Tristan og Gangster í stóðhestakeppnina og Blakk í skeiðið. Á Mývatni var mikil blíða, sól og logn og c.a -12°c frost.
Tristan endaði í öðru sæti í stóðhestakeppninni á eftir Blæ frá Torfunesi með einkunina 8.50. Gangster var þrælgóður og hafði mjög gaman af svona tilbreytingu.
Efstu tveir úr stóðhestakeppninni
Gangster á Mývatni
Í töltinu komust efstu fimm í úrslit. Reyndar voru fjórir með einkunina 6.50 í 5-9 sæti og þar á meðal Gýgja og Ásdís. Riðu þar með 9 hestar úrslitareiðina og endaði Gýgja fimmta þar og komst á verðlaunapall með einkunina 6.60.
HÉR MÁ SJÁ fleiri myndir frá Mývatni Open
Eins og áður sagði var mánudagurinn síðasti 14.mars mikill hvassviðra dagur. Mættu Ásdís og Anna til vinnu eins og venjulega á mánudagsmorgun þungar á brún og langþreyttar á þessu veðurfari en voru vaktar hressilega af Kára góðvini okkar er hann bókstaflega feykti ofan af okkur þakinu. Myndi símtalið sem Ásdís hringdi til Birgis bónda sem var niðri í Árgerði á dráttarvélinni komast í hlátursbækurnar ef það væri til á upptöku er hún hringdi í hann og lét vita af ástandinu er bárujárnsplöturnar fuku hver af annarri af hlöðuþakinu í Litla-Garði eins og í dómínóspili. Bóndinn brunaði heim á hlað á dráttarvélinni eftir að hafa hringt á björgunarsveitina og var ekki lengi að vippa sér upp á þak og festa þær plötur sem næstar voru til að fjúka niður og stoppa þau dómínóáhrif sem komin voru í gang. Björgunarsveitin var ekki lengi að mæta á staðinn og koma öllu í lag á ný. En bærinn okkar litli fékk sína 10 mínútna frægð í fréttatíma kvöldsins er bóndinn svaraði sposkur spurningum fréttamanns sem kom til að líta á ástandið. Ásdís reif auðvitað upp myndavélina og myndaði herlegheitin:
Plöturnar voru fjórar talsins sem fuku af
Allt orðið eins og það á að vera aftur. Þökkum við björgunarsveitinni kærlega fyrir frábæra aðstoð og léttan og skemmtilegan anda á meðan verkinu stóð. Ekki hægt að kvarta yfir þessari frábæru starfsemi en innan við klukkutíma eftir að hringt var eftir aðstoð voru átta vaskir menn mættir fullbúnir til starfa og var búið að gera við þakið c.a tveim klukkustundum síðar.
Mars ætlar ekkert að fara blíðari höndum um okkur Íslendinga en Janúar og Febrúar. Rokið geysar enn þó með smáhléum! KEA-mótaröðin átti að vera á fimmtudaginn síðastliðinn og var þá mokandi ofankoma með kófi og ófært innan Akureyrar svo því var frestað fram á mánudag en þá var stormsvindur einnig og enn var því frestað og allt er þegar þrennt er annað kvöld, fimmtudag viku síðar en upprunalega mótið.
Fengum reyndar frábæra blíðu og geggjað reiðfæri eftir ofankomustorminn síðasta fimmtudag og kom þá logn og frost og var snjóalag yfir öllu.
Úr verðlaunaafhendingu á Mývatni Open í stóðhestakeppninni.
Mývatn Open var þriðja úti ísmótið í röð og það síðasta í bili og létum við okkur ekki vanta þangað. Ásdís fór með Gýgju frá Úlfsstöðum í tölt sem er hryssa hjá okkur í kynbótaþjálfun. Er hún undan Flygli frá Vestri-Leirárgörðum og Kósý frá Úlfsstöðum, hún er á 7.vetur. Einnig fékk Glóðar Tristanssonur frá Árgerði að prufa ísinn og stóð sig ágætlega.
Biggi fór með stóðhestana Tristan og Gangster í stóðhestakeppnina og Blakk í skeiðið. Á Mývatni var mikil blíða, sól og logn og c.a -12°c frost.
Tristan endaði í öðru sæti í stóðhestakeppninni á eftir Blæ frá Torfunesi með einkunina 8.50. Gangster var þrælgóður og hafði mjög gaman af svona tilbreytingu.
Efstu tveir úr stóðhestakeppninni
Gangster á Mývatni
Í töltinu komust efstu fimm í úrslit. Reyndar voru fjórir með einkunina 6.50 í 5-9 sæti og þar á meðal Gýgja og Ásdís. Riðu þar með 9 hestar úrslitareiðina og endaði Gýgja fimmta þar og komst á verðlaunapall með einkunina 6.60.
HÉR MÁ SJÁ fleiri myndir frá Mývatni Open
Eins og áður sagði var mánudagurinn síðasti 14.mars mikill hvassviðra dagur. Mættu Ásdís og Anna til vinnu eins og venjulega á mánudagsmorgun þungar á brún og langþreyttar á þessu veðurfari en voru vaktar hressilega af Kára góðvini okkar er hann bókstaflega feykti ofan af okkur þakinu. Myndi símtalið sem Ásdís hringdi til Birgis bónda sem var niðri í Árgerði á dráttarvélinni komast í hlátursbækurnar ef það væri til á upptöku er hún hringdi í hann og lét vita af ástandinu er bárujárnsplöturnar fuku hver af annarri af hlöðuþakinu í Litla-Garði eins og í dómínóspili. Bóndinn brunaði heim á hlað á dráttarvélinni eftir að hafa hringt á björgunarsveitina og var ekki lengi að vippa sér upp á þak og festa þær plötur sem næstar voru til að fjúka niður og stoppa þau dómínóáhrif sem komin voru í gang. Björgunarsveitin var ekki lengi að mæta á staðinn og koma öllu í lag á ný. En bærinn okkar litli fékk sína 10 mínútna frægð í fréttatíma kvöldsins er bóndinn svaraði sposkur spurningum fréttamanns sem kom til að líta á ástandið. Ásdís reif auðvitað upp myndavélina og myndaði herlegheitin:
Plöturnar voru fjórar talsins sem fuku af
Allt orðið eins og það á að vera aftur. Þökkum við björgunarsveitinni kærlega fyrir frábæra aðstoð og léttan og skemmtilegan anda á meðan verkinu stóð. Ekki hægt að kvarta yfir þessari frábæru starfsemi en innan við klukkutíma eftir að hringt var eftir aðstoð voru átta vaskir menn mættir fullbúnir til starfa og var búið að gera við þakið c.a tveim klukkustundum síðar.
Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270837
Samtals gestir: 81217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:10:44