02.05.2011 19:52
The show must go on !!
Góðan og blessaðan daginn...
Fyrst ætla ég að segja frá hrakförum þessa veturs en þrjú hross hafa átt við meiðsli að stríða;
Kiljan frá Árgerði
Hann Kiljan okkar hefur verið frá í allan vetur. Hann tognaði á hringvöðva á framfæti í desember og taka slík meiðsli mikinn tíma til að jafna sig. Hann var í tvo mánuði í byrjun árs á Hólaborg í sundi og alls kyns meðferð ásamt því að vera þónokkuð hjá hnykkjaranum Susi Brown. Verður ekki hægt að þjálfa hann á ný fyrr en 2012. Getur hann samt sem áður sinnt hryssum og er best að hafa samband við Bigga ef áhugi er fyrir því að koma með hryssu undir hann.
Gletting frá Árgerði
Gletting hefur aðeins verið í þjálfun seinnipart veturs en hún var með lausa hnéskel og þjáði það hana þónokkuð. Hún hefur verið einnig undir vökulu auga Susi og einnig Gests dýralæknis og er hún að verða sjálfri sér lík núna.
Karen frá Árgerði er Hágangsdóttir á fimmta vetur undan Kveikju frá Árgerði semh Anna Sonja hefur verið með í þjálfunarhestunum. Hún slasaðist í síðustu viku hjá okkur og var það frekar óhugnarleg aðkoma. Leit út fyrir að hryssan væri mikið kjálkabrotin og var hún drifin niður á dýraspítala strax. Kom þá í ljós að ein tönn í neðri góm hafði brotnað alveg niður við kjálkabein og sporðreiðst i kjálkanum á henni og skagaði beint út. Hafði blætt mikið og var hún fremur dauf þarna um morgunin, Er algjör ráðgáta hvernig þetta getur hafa gerst og munum við aldrei finna svarið við því. En þetta tekur a.m.k sex vikur að jafna sig og stífa meðhöndlun til að auðvelda henni lífið á meðan.
En eins og fyrirsögnin segir ... THE SHOW MUST GO ON, meiðsli fylgja þessum bransa ávallt. Að öðru heldur gleðilegra en það er fyrsta kynbótasýning ársins og var skellt sér með aðaltöffarann Gangster frá Árgerði.
Gekk þetta ljómandi vel, vantaði aðeins örlítið uppá að þetta yrði eins gott og hugsast yrði en það er 9.0 fyrir tölt og fegurð í reið en við reynum aftur.
Kom hann einnig fram á sýningunni Tekið til kostanna og vakti mikla athygli þar.
Gangster verður í Litla-Garði í hólfi eftir Landsmót en hægt er að koma með hryssur til hans á húsnotkun fram að því. Kostar tollurinn 100.000 kr með öllu í hólfi.
Einnig komum við fram með afkvæmahóp undan Tristan frá Árgerði. Komu þar fram Gletting frá Árgerði, Tónn frá Litla-Garði og Hvinur frá Litla-Garði og tókst það þrælvel upp.
Hrossin blómstra alveg þessa dagana í húsinu. Þvílík sumarblíða var í dag og var tækifærið gripið og smellt af myndum af kynbótahryssum.
Fyrst er Perla frá Syðra-Brekkukoti fædd 2005. Hún er undan Stæl frá Miðkoti og Kolfinnu frá Akureyri. Eigandi hennar er María Jensen
Næst er Evelyn (Elvý) frá Litla-Garði einnig fædd 2005. Hún er undan Hrym frá Hofi og Elvu frá Árgerði. Eigandi hennar er Herdís Ármannsdóttir húsfreyjan sjálf.
Einnig var Biggi eitthvað að þvælast fyrir þegar á myndatöku stóð og náðust þessar fínu myndir af honum:
Hér er hann á Brák frá Fellshlíð fædd 2005 undan Garpi frá Auðsholtshjáleigu og Birtu frá Akureyri.
Og svo á Kolbrá frá Kálfagerði fædd 2005 undan Glampa frá Vatnsleysu og Blökk frá Ytra-Skörðugili
Smellið á síðustu myndina fyrir aðeins fleiri myndir :)
Fyrst ætla ég að segja frá hrakförum þessa veturs en þrjú hross hafa átt við meiðsli að stríða;
Kiljan frá Árgerði
Hann Kiljan okkar hefur verið frá í allan vetur. Hann tognaði á hringvöðva á framfæti í desember og taka slík meiðsli mikinn tíma til að jafna sig. Hann var í tvo mánuði í byrjun árs á Hólaborg í sundi og alls kyns meðferð ásamt því að vera þónokkuð hjá hnykkjaranum Susi Brown. Verður ekki hægt að þjálfa hann á ný fyrr en 2012. Getur hann samt sem áður sinnt hryssum og er best að hafa samband við Bigga ef áhugi er fyrir því að koma með hryssu undir hann.
Gletting frá Árgerði
Gletting hefur aðeins verið í þjálfun seinnipart veturs en hún var með lausa hnéskel og þjáði það hana þónokkuð. Hún hefur verið einnig undir vökulu auga Susi og einnig Gests dýralæknis og er hún að verða sjálfri sér lík núna.
Karen frá Árgerði er Hágangsdóttir á fimmta vetur undan Kveikju frá Árgerði semh Anna Sonja hefur verið með í þjálfunarhestunum. Hún slasaðist í síðustu viku hjá okkur og var það frekar óhugnarleg aðkoma. Leit út fyrir að hryssan væri mikið kjálkabrotin og var hún drifin niður á dýraspítala strax. Kom þá í ljós að ein tönn í neðri góm hafði brotnað alveg niður við kjálkabein og sporðreiðst i kjálkanum á henni og skagaði beint út. Hafði blætt mikið og var hún fremur dauf þarna um morgunin, Er algjör ráðgáta hvernig þetta getur hafa gerst og munum við aldrei finna svarið við því. En þetta tekur a.m.k sex vikur að jafna sig og stífa meðhöndlun til að auðvelda henni lífið á meðan.
En eins og fyrirsögnin segir ... THE SHOW MUST GO ON, meiðsli fylgja þessum bransa ávallt. Að öðru heldur gleðilegra en það er fyrsta kynbótasýning ársins og var skellt sér með aðaltöffarann Gangster frá Árgerði.
Aðaleinkunn: 8,08 |
Sköpulag: 8,11 |
Kostir: 8,06 |
Höfuð: 8,0 Háls/herðar/bógar: 8,5 1) Reistur 5) Mjúkur 8) Klipin kverk Bak og lend: 8,0 8) Góð baklína G) Afturdregin lend I) Áslend Samræmi: 8,0 5) Sívalvaxið Fótagerð: 7,5 F) Grannir liðir H) Grannar sinar Réttleiki: 7,5 Afturfætur: E) Brotin tálína Framfætur: A) Útskeifir C) Nágengir Hófar: 8,5 Prúðleiki: 8,5 |
Tölt: 8,5 1) Rúmt 5) Skrefmikið Brokk: 9,0 3) Öruggt 4) Skrefmikið 6) Svifmikið Skeið: 5,0 Stökk: 9,0 1) Ferðmikið 3) Svifmikið 4) Hátt Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 8,5 3) Góður höfuðb. 4) Mikill fótaburður Fet: 8,0 1) Taktgott Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,5 |
Kom hann einnig fram á sýningunni Tekið til kostanna og vakti mikla athygli þar.
Gangster verður í Litla-Garði í hólfi eftir Landsmót en hægt er að koma með hryssur til hans á húsnotkun fram að því. Kostar tollurinn 100.000 kr með öllu í hólfi.
Einnig komum við fram með afkvæmahóp undan Tristan frá Árgerði. Komu þar fram Gletting frá Árgerði, Tónn frá Litla-Garði og Hvinur frá Litla-Garði og tókst það þrælvel upp.
Hrossin blómstra alveg þessa dagana í húsinu. Þvílík sumarblíða var í dag og var tækifærið gripið og smellt af myndum af kynbótahryssum.
Fyrst er Perla frá Syðra-Brekkukoti fædd 2005. Hún er undan Stæl frá Miðkoti og Kolfinnu frá Akureyri. Eigandi hennar er María Jensen
Næst er Evelyn (Elvý) frá Litla-Garði einnig fædd 2005. Hún er undan Hrym frá Hofi og Elvu frá Árgerði. Eigandi hennar er Herdís Ármannsdóttir húsfreyjan sjálf.
Einnig var Biggi eitthvað að þvælast fyrir þegar á myndatöku stóð og náðust þessar fínu myndir af honum:
Hér er hann á Brák frá Fellshlíð fædd 2005 undan Garpi frá Auðsholtshjáleigu og Birtu frá Akureyri.
Og svo á Kolbrá frá Kálfagerði fædd 2005 undan Glampa frá Vatnsleysu og Blökk frá Ytra-Skörðugili
Smellið á síðustu myndina fyrir aðeins fleiri myndir :)
Flettingar í dag: 398
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1271039
Samtals gestir: 81233
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 07:27:51