20.05.2011 00:31

Gleðileg jól

Nei djók ... Það mætti samt halda að það sé desember en ekki Maí. Það er allavega mjög óspennandi útreiðarveður, norðangarri og snjókoma !! Hrossin komin í sumarfeld og grös og tré í sjokki... Reiðhöllin fína er full af lömbum og mæðrum þeirra og tamningarmenn bara innandyra aldrei þessu vant.

Þá er aldrei betra en að grafa ofan í heimilistölvuna og finna gamlar og skemmtilegar myndir til að sýna ykkur! Af hrossum sem gerðu góða hluti á sínum tíma og eru annað hvort seld annað, eða sjá um að unga út framtíðargæðingum o.fl


Hér er ein sem fékk mig nærri því til að velta fram af stólnum úr hlátri !! Fæ pottþétt skammir fyrir að setja hana inn ... Hér eru Nanna Lind og Gullinbursti í miðjunni og Anna Sonja sem var hér í vetur í verknámi lengst til hægri :)


Næst er afi á hestagullinu sínu Snældu 4.v á LM´04


Líka af LM´04


Biggi á Kveikju frá Árgerði sem gerði frábæra hluti á keppnisvellinum, fór m.a yfir 7 í töltkeppni og í 8.80 í A-flokki


Hér er Blær frá Fagrabæ. Gustssonur sem sýndur var sem afkvæmi í kynbótadómi og hlaut frábæran dóm 8.30 fyrir hæfileika, 9.5 fyrir brokk og 9 fyrir tölt og vilja/geðslag


Hér situr Birgir Spuna frá Miðsitju á Mývatni Open


Nös frá Árgerði er hér í keppnisformi, á vetrarleikum Léttis þar sem hún endaði önnur. Nös er í dag ein af betri ræktunarhryssunum í Árgerði, hefur gefið mjög góð hross


Gosi (Ísidór) frá Árgerði er hér 5.v gamall og gerði sér lítið fyrir og sigraði töltið á Ísmóti. Sigurbjörn Bárðar og fjölskylda keyptu hann og eiga hann enn. Hann er undan Glæðu frá Árgerði og Gusti frá Hóli. Var sýndur í kynbótadóm þar sem hann hlaut 1.v


Hafþór Magni og Vísir frá Árgerði gerðu þrælmagnaða sýningu á FM´07 og slógu í gegn! Var það rætunarbússýning frá Árgerði


Þó svo snjói á okkur í Maí þá erum við í sólskinsskapi ... Þýðir ekkert annað :)

Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1271011
Samtals gestir: 81231
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:40:01