06.09.2011 09:57

Haust .......

Góðan daginn

Þá er september skollinn á og það með látum. Rigning og þoka hefur einkennt þessa viku sem liðin er af "haustinu" og fara vonir um gott haust sökum dapurs sumars dvínandi. En best er að gefa ekki upp alla von strax og halda í vonina um fleiri sólargeisla og notalegs veðurs.

En lokamót sumarsins hér í Eyjafirði er yfirleitt Bæjarkeppnin gamla góða. Var hún síðustu helgina í ágúst og auðvitað fjölmennti Litla-Garðsliðið þangað. Biggi var reyndar að leggja lokahönd á heyskapinn en sá fram á nokkrar lausar klukkustundir á sunnudeginum og skellti sér með og kláraði svo bara um kvöldið og var heyskapssumarið hér eiginlega framar vonum eins og það leit út í byrjun sumars.

En til að byrja á yngsta meðlimi liðsins og færa sig svo ofar þá er vel við hæfi að byrja á Sindra Snæ 8 ára.


Hann keppti á Kyndli "sínum" 6 vetra gömlum og voru þeir hrikalega flottir. Hjá þeim yngstu fóru allir heim með verðlaunapening og verðlaunað voru þrjú efstu sætin og ekki raðað eftir það. Sindri sagðist þá þrælánægður hafa lent í 4-6 sæti :)


Nanna Lind fékk Evelyn lánaða hjá mömmu sinni (og Ásdísi þjálfara hennar ;)) og sigraði unglingaflokkinn með glæsibrag á henni.


Björgvin fékk Glettingu lánaða hjá Bigga og Magna og var eini þátttakandinn í ungmennaflokki. Hann var settur með stóru körlunum í flokk og voru margir á þeirri skoðun að hann hefði átt að standa efstur þar. En hann rústaði þá spilaúrdrættinum og fór með bæði eignarbikar og stóra farandbikarinn til þeirra sem hann keppti fyrir sem voru Gullbrekka


Svakalega stoltur !!


Nanna skellti sér á Vísinum sínum í kvennaflokkinn og gekk ágætlega og sýndu þau sína flottu takta en enduðu ekki í topp 3.


Og Ásdís ákvað að mæta með einn glænýjan, Brján frá Steinnesi 5.v og enduðu Brjánn og Ásdís í 2.sæti.


Biggi smellti sér í karlaflokkinn á Glóðari frá Árgerði og voru þeir flottir og enduðu í 2.sæti eftir jafna keppni. Glóðar er gríðarlega vaxandi alhliðahestur, skrefmikill og viljugur. Hann er til sölu og sjá má allar upplýsingar og video á sölusíðunni.

Sjá má fleiri myndir frá Bæjarkeppni á myndasíðunni okkar.

Fjárgöngur og réttir voru síðastliðna helgi og fengu gangnamenn og konur rigningu og svartaþoku og eðlilega skilaði sér langt í frá allt fé af fjalli. Svona er nú Ísland í dag

Endilega gerið LIKE á okkur á Facebook (smellið á myndina) og fylgist þar frekar með fréttum og myndum:
 

Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270837
Samtals gestir: 81217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:10:44