15.11.2011 20:16

Allt og ekkert ... **



Síðasta laugardag voru allar folaldshryssurnar í Litla-Garði reknar frá Melgerði þar sem vetrarhaginn er og á Melgerðismela. Þar er gott að eiga við þær, flokka og gefa ormalyf. Einnig voru öll folöldin 15 örmerkt og gekk þetta allt saman eins og í sögu. Björgvin vinnumaður sumarsins kom og hjálpaði okkur. Myndin hér fyrir ofan var tekin er verið var að reka þær til baka.


Veðrið var alveg frábært eins og það hefur verið upp á síðkastið, ótrúlega hlýtt og stillt. Hér fer Björgvin fyrir hópnum á snillingnum Stormi frá Árgerði.


Þessi sæti foli er til sölu, móðirin er Hremmsa frá Litla-Garði og faðir Tristan frá Árgerði.

En HÉR má sjá fleiri flottar myndir frá þessum degi.

Á Laugardagskvöldin var svo Uppskeruhátíð Léttis og Funa og skelltu sér allir þangað. Ásdís keppti fyrir Létti á árinu og var tilnefnd Knapi ársins þar og svo var Björgvin tilnefndur sem efnilegasti knapi ársins. Svo fór að Björgvin fór heim hlaðinn verðlaunagripum og óskum við honum innilega til hamingju með það :) Baldvin Ari Guðlaugsson var svo kjörinn Knapi ársins og óskum við honum innilega til hamingju með það einnig.


Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270876
Samtals gestir: 81219
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:34:06