06.12.2011 18:45

Hrókurinn ..

Næstur í sölukynningu er lítill krúttari sem heitir Hrókur frá Litla-Garði.

IS2011165654
Hrókur frá Litla-Garði
Litur: Brúnn
Mynd:


Faðir: Tristan frá Árgerði (8.37)
F.F: Orri frá Þúfu (8.34)
F.M: Blika frá Árgerði (8.35)
Móðir: Hremmsa frá Árgerði (7.85)
M.F: Kjarni frá Árgerði (8.44)
M.M: Komma frá Árgerði (7.90)

Hrókur er undan gæðingnum Tristan frá Árgerði og á því mörg systkyni sem við þekkjum og elskum hérna í Litla-Garði. T.d:

Keppnishestarnir Dynur f. Árgerði, Tónn f. Litla-Garði og Glóðar frá Árgerði

Hvinur frá Litla-GarðiGletting frá Árgerði
Hvinur frá Litla-Garði og Gletting frá Árgerði

Hremmsa er undan gæðingnum Kjarna frá Árgerði og Feykisdótturinni Kommu frá Árgerði. Hún er alhliða hryssa, viljug og skemmtileg. Mjög gott tölt sem er hennar eðall. Hún slasaðist hins vegar á fæti og náði aldrei fullum afköstum eftir það og átti því talsvert inni í kynbótadóm.

Hrókur er býsna seint kastaður og er því smærri en hins eldri folöldin. Hann hreyfir sig með svifmiklum hreyfingum og með góðum fótaburði. Hann er hlutfallaréttur en við teljum Tristan og Hremmsu blandast vel, Hremmsa með 9.0 fyrir frampart og mjög langvaxin og Tristan með sína kynföstu lofthæð og glæsileika.



Þessi er líkt og hinir frændur sínir á jólatilboði 100.000 kr ISK
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270912
Samtals gestir: 81225
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:57:41