08.12.2011 07:43

Stígur frá Litla-Garði


   
Stígur frá Litla-Garði IS2011165652

Brúnn hestur / Brown male 
M: Tvístjarna frá Árgerði IS1996265664 
M.M Tinna frá Árgerði A.e 7.55
M.F: Skuggi frá Árgerði
F: Tristan frá Árgerði

F.F: Orri frá Þúfu

F.M: Blika frá Árgerði

Stígur er fallegur og spennandi ungfoli. Hann er undan gæðingnum og gæðingaföðurnum ættstóra Tristan frá Árgerði. Tristan er undan Bliku frá Árgerði sem var eina hrossið sem hlaut einkunnina 10.0 fyrir geðslag þegar sú einkunn var gefin sér.


Sýndar hafa verið undan Tvístjörnu tvær hryssur  og önnur þeirra er undan Svip frá Uppsölum og heitir Örk frá Litla-Garði, sú var sýnd 4.v og hlaut 7.91 fyrir byggingu og 8.0 fyrir allt nema 8.5 fyrir stökk, 6.5 fyrir skeið og 7 fyrir brokk. Örk var seld sem tryppi og var kaupandi Fákshólar og fundum við þessar myndir af henni þar:


Tvístjarna er ósýnd hryssa en hefur engu síður verið að skila skemmtilegum hrossum. Hún var sjálf viljug, næm og verulega léttstíg og skemmtileg. Hér er myndir af hinni dóttur hennar sem sýnd hefur verið, Tíbrá frá Litla-Garði en hún er undan Tvístjörnu og Kiljan frá Árgerði sem er auðvitað sammæðra Tristan og undan Nagla Orrasyni frá Þúfu. Tíbrá var sýnd 5.vetra gömul nú í sumar og hlaut m.a 8,0 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið og 8.5 fyrir vilja/geðslag, 7.91 fyrir hæfileika og 7.82 í aðaleinkunn.


Tíbrá frá Litla-Garði

Stígur fer um á tölti og brokki með miklum fótaburði. Við teljum hann mikið efni í keppnishest!


Magnað tækifæri til að kaupa keppnishest framtíðarinnar strax hér á mjög sanngjörnu verði, kr. 100.000


Einnig erum við komin með Facebook síðu þar sem myndir, fréttir og fleiri skemmtilegt er, endilega kíkjið og smellið á Like:

http://www.facebook.com/pages/Litli-Gar%C3%B0ur-ehf-Hrossar%C3%A6ktarb%C3%BA-og-tamningarst%C3%B6%C3%B0/213371568709889

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270948
Samtals gestir: 81227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:18:46