08.12.2011 22:37

Tvær unghryssur til sölu

Nú styttist í jólin og sparigullin farin að týnast á hús. Það er nú alltaf skemmtilegt, þegar uppáhöldin koma inn eins og bangsar, friður og ró yfir þeim eftir haustfríið. Tala svo ekki um skeifnasprettinn sem er alltaf æðislegur.

Eins erum við alltaf að uppfæra sölusíðuna og höfum nú bætt við tveimur unghryssum fæddum 2008 og 2007 undan 1.verðlauna foreldrum til sölu.


Hófí frá Litla-Garði f. 2008



Viðja frá Litla-Garði


Endilega kíkið á þessar fallegu og stórefnilegu hryssur sem nú bjóðast til kaups.

Flettingar í dag: 1864
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 3398
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2465922
Samtals gestir: 101505
Tölur uppfærðar: 16.10.2025 19:08:16