30.01.2012 21:41

Glæsiunghryssur

Jæja góða kvöldið

Það var tekið þátt í folaldasýningu nú um helgina en það þykir fréttnæmt hér á þessum bænum en það er yfirleitt ekki haft fyrir því að taka þátt í þeim hingað til en þetta árið var ákveðið að mæta með tvær hryssur sem okkur þykir flottar. Það voru þær:

Sprengja frá Árgerði undan Kiljan frá Árgerði og Svölu frá Árgerði


Fjöður frá Litla-Garði undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Væntingu frá Ási


Þær gerðu sér lítð fyrir þessar og urðu efstar. Sprengja nr. 1 og Fjöður nr. 2

Einnig átti Tristan frá Árgerði hryssur sem endaði í 4.sæti í hryssuflokki og Jarl frá Árgerði átti fola sem endaði í 4.sæti í hestaflokki.

Gaman af þessu :)

Flettingar í dag: 1558
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 3334
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 2491340
Samtals gestir: 101613
Tölur uppfærðar: 25.10.2025 02:34:21