09.05.2012 20:51
Vor í lofti :)
Loksins komið vor :) Lömbin streyma í heiminn vel væn og flott, grösin farin að grænka og hrossin alltaf að verða sprækari og sprækari.
Byrjum á að segja frá því að snáðinn á heimilinu fékk Tón, frúarhestinn lánaðan og skellti sér á Æskan og Hesturinn með öðrum ungum knöpum úr hestamannafélaginu Funa. Voru þau Indiánar og Kúrekar og þótti atriðið sérlega skemmtilegt.
Það eru komin tvö folöld en það var hún Sónata sem var fyrst og faðirinn þar Gangster frá Árgerði. Þar kom rauðjarpur sætur hestur.
Næst var hún Kveikja og kom hún er með draumafolaldið, bleikálótta hryssu undan Blæ frá Torfunesi :)
Glæsileg gullfalleg og verulega hæfileikarík hryssa, er á þessum myndum innan við sólarhringsgömul en ótrúlega rúm og hágeng á gangi.
Erum að bæta inn þremur fallegum og efnilegum unghryssum til sölu. Kíkið á:
Glæsileg unghryssa fædd 2010 undan 1.verðlauna hryssunni Kveikju frá Árgerði og heiðursverðlaunahestinum Gára frá Auðsholtshjáleigu. BLUP: 120
Aría frá Árgerði
Önnur gullfalleg unghryssa undan Svölu frá Árgerði og Kiljan frá Árgerði, Elísa frá Árgerði:
Og að lokum Kolbrá frá Litla-Garði undan Andvara frá Akureyri og Sunnu frá Árgerði fædd 2009
Frekari upplýsingar og myndir koma inn í Hestar til Sölu - Hryssur í kvöld :)
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 375
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 4345
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 1280735
Samtals gestir: 81452
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 07:03:48