14.06.2012 22:46
Sumarsæla
Gangster í sinni fyrstu B-flokkskeppni
Þá er fjörið hafið fyrir alvöru.. Það sem hæst hefur staðið hjá okkur undanfarið er nú Héraðssýningin á Dalvík þar sem við sýndum sjö hryssur og svo Landsmótsúrtakan hér á Akureyri.
Byrjum á Kynbótasýningunni:
Perla frá Syðra-Brekkukoti 7.v er klárhryssa undan Stæl frá Bakkakoti og Kolfinnu frá Akureyri. Hún hefur verið í þjálfun hjá Ásdísi nú seinnipartinn í vetur í annað sinn en hún var einnig hjá okkur í fyrravetur og var þá sýnd. Hún hækkaði fyrir byggingu úr 7.72 í 7.98 og einnig fyrir hæfileika. Eigandi er María Jensen og óskum við henni til hamingju með 1.v hryssuna sína
Kynbótasýning á Dalvík
Dagsetning móts: 04.06.2012
- 08.06.2012
- Mótsnúmer: 10
FIZO 2010 - 40% / 60%
IS-2005.2.65-258 Perla frá Syðra-Brekkukoti
Sýnandi: Ásdís Helga SigursteinsdóttirMál (cm):138 136 62 143 27.5 18Hófa mál:V.fr. 8,2 V.a. 8,7Aðaleinkunn: 8,04 |
Sköpulag: 7,98 |
Kostir: 8,08 |
Höfuð: 8,0 4) Bein neflína Háls/herðar/bógar: 8,5 1) Reistur 5) Mjúkur 6) Skásettir bógar Bak og lend: 8,0 6) Jöfn lend Samræmi: 7,5 Fótagerð: 7,5 G) Lítil sinaskil Réttleiki: 8,0 Hófar: 8,0 Prúðleiki: 8,5 |
Tölt: 9,0 1) Rúmt 2) Taktgott 3) Há fótlyfta Brokk: 9,0 2) Taktgott 3) Öruggt 4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta Skeið: 5,0 Stökk: 8,0 4) Hátt Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni 5) Vakandi Fegurð í reið: 8,5 4) Mikill fótaburður Fet: 7,5 1) Taktgott D) Flýtir sér Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
|
Evelyn frá Litla-Garði 7.v var sýnd einnig og hækkaði hún bæði og lækkaði fyrir byggingu, en fór samt sem áður úr 8.28 í 8.35. Hún hins vegar hélt tölunum að mestu leyti óbreyttum fyrir hæfileika og á enn heilmikið inni.
Kynbótasýning á Dalvík
Dagsetning móts: 04.06.2012
- 08.06.2012
- Mótsnúmer: 10
FIZO 2010 - 40% / 60%
IS-2005.2.65-650 Evelyn frá Litla-Garði
Sýnandi: Ásdís Helga SigursteinsdóttirMál (cm):142 140 64 144 27 18Hófa mál:V.fr. 8,8 V.a. 8,5Aðaleinkunn: 8,03 |
Sköpulag: 8,35 |
Kostir: 7,82 |
Höfuð: 8,5 1) Frítt 5) Myndarlegt 8) Vel opin augu Háls/herðar/bógar: 8,5 2) Langur 3) Grannur Bak og lend: 8,0 2) Breitt bak L) Svagt bak Samræmi: 8,5 3) Langvaxið 4) Fótahátt Fótagerð: 8,0 Réttleiki: 8,0 Hófar: 8,5 4) Þykkir hælar Prúðleiki: 8,5 |
Tölt: 8,5 2) Taktgott 3) Há fótlyfta Brokk: 8,5 4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta Skeið: 5,0 Stökk: 8,5 4) Hátt Vilji og geðslag: 8,5 3) Reiðvilji 5) Vakandi Fegurð í reið: 8,5 2) Mikil reising 4) Mikill fótaburður Fet: 7,0 C) Framtakslítið Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5 |
|
Syrpa frá Hnjúkahlíð er 6.v Gígjarsdóttir undan Spurningu frá Hólabaki í eigu Hjartar í Hnjúkahlíð. Hún kom c.a sex vikum fyrir kynbótasýningu og á heilmikið inni í hæfileikum. Verulega skemmtileg og góð hryssa.
Kynbótasýning á Dalvík
Dagsetning móts: 04.06.2012
- 08.06.2012
- Mótsnúmer: 10
FIZO 2010 - 40% / 60%
IS-2006.2.56-434 Syrpa frá Hnjúkahlíð
Sýnandi: Ásdís Helga SigursteinsdóttirMál (cm):139 135 65 137 28 17.5Hófa mál:V.fr. 8,7 V.a. 8,7Aðaleinkunn: 7,84 |
Sköpulag: 7,72 |
Kostir: 7,91 |
Höfuð: 7,5 4) Bein neflína J) Gróf eyru Háls/herðar/bógar: 8,0 1) Reistur 7) Háar herðar Bak og lend: 7,5 2) Breitt bak 7) Öflug lend D) Framhallandi bak Samræmi: 7,5 Fótagerð: 8,5 4) Öflugar sinar 6) Þurrir fætur Réttleiki: 8,0 Framfætur: B) Innskeifir Hófar: 7,0 A) Flatbotna Prúðleiki: 7,0 |
Tölt: 8,5 2) Taktgott 3) Há fótlyfta Brokk: 8,0 5) Há fótlyfta Skeið: 5,5 Stökk: 8,5 4) Hátt Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 5) Vakandi Fegurð í reið: 8,5 2) Mikil reising 4) Mikill fótaburður Fet: 7,0 B) Skrefstutt Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 8,0 |
|
Fréttin verður gríðarlöng ef allar hryssurnar verða tíundaðar svona en þær sem við fórum einnig með voru:
Negla frá Hellulandi 9.v, Nagladóttir í eigu Kristins á Hellulandi: Klárhryssa með 7.83 fyrir byggingu og 7.53 fyrir hæfileika, 8.0 á línuna nema 8.5 fyrir fet. 7.65 í aðaleinkunn, sýnandi var Biggi
Sigurdís frá Árgerði 6.v, Hágangsdóttir og undan Silfurtá frá Árgerði í eigu Magna í Árgerði. Hún hlaut í bygginu 8.03 og fyrir hæfileika 7.58 sýndandi var Ásdís
Skerpla frá Brekku Fljótsdal 5.v er undan Grásteini frá Brekku og Hörpu frá Lækjarmóti og í eigu Magnúsar í Steinnesi. Hún hlaut 7.72 fyrir byggingu og 7.76 fyrir hæfileika, sýnandi var Ásdís
Næst á dagskrá var svo úrtakan fyrir Landsmót 2012 og lenti þetta auðvitað ofan í hvort öðru, yfirlitssýningin var á föstudegi og úrtakan svo á laugardegi en það gekk svosem allt saman upp.
Við fórum með nokkur hross í úrtökuna, Gangster og Biggi voru fyrstir í braut af öllum hrossum á mótinu. Hann var í sinni fyrstu B-flokkskeppni og hlaut 8.32 í einkunn og farmiða á Landsmót.
Perla frá Syðra-Brekkukoti og Ásdís voru þarna í annað sinn á hringvelli en hún fór einnig í úrtökuna 2011. Hún stóð sig gríðarvel og hlaut 8.41 í einkunn í forkeppninni og stóð efst af öllum hrossum þar og með öruggan miða á Landsmót. Þetta var einnig gæðingarkeppni Léttis og úrslitin á laugardeginum og stóð hún efst þar einnig með 8.63 í einkunn og sást einkunnin 9.0 á lofti oftar en einu sinni.
A-flokkurinn var næstur og vorum við skráð þar með þrjá hesta. Fyrstur var Tristan frá Árgerði og Biggi og gekk sýningin vel að mestu leyti nema að hann fipaðist eitthvað á skeiðinu og fór upp, en hann er samt sem áður annar varahestur inn á LM fyrir Funa.
Hvinur frá Litla-Garði og Ásdís náðu 8.29 og annað varasæti inn á LM fyrir Létti.
Kiljan frá Árgerði og Ásdís slógu svo botninn í þetta og fengu 8.13 í einkunn fyrir hálfbrokklausa sýningu. Kappið var heldur mikið en hann er fyrsti varahestur á LM fyrir Funa.
Perla og Ásdís
Ásdís og Kiljan
Biggi og Tristan
Ásdís og Hvinur
Því miður eigum við ekki mynd af Nönnu og Evelyn en úr því verður bætt um helgina en þá verður gæðingakeppni Funa keyrð í gegn og erum við skráð þar með þónokkur hross.
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270948
Samtals gestir: 81227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:18:46