18.06.2012 11:53
Gangsterinn magnaði
Gæðingakeppni Funa var haldin síðasta laugardag. Þáttaka hefði alveg mátt vera betri en veðrið var frábært og gekk mótið nokkuð vel fyrir sig.
Við mættum auðvitað galvösk til leiks með flestallt frambærilegt í húsinu og ekki er hægt að segja annað en að gengið hafi vel.
Eins og opnunarmyndin gefur til kynna þá var Gangster stjarna mótsins a.m.k að okkar mati.
Var þetta hans fyrsta alvöru mót, þ.e með úrslitum. Það gekk alveg þrælvel og lofar hann mjög góðu á hringvellinum, stoltur og öruggur með sig og gengur beygjurnar af miklu öryggi á öllum gangtegundum enda geðslagið og viljinn algjört úrval í þessum hesti.
Hann hlaut 8.55 í forkeppninni sem var riðin með feti og stökki og var langefstur eftir forkeppnina.
Og bar einnig af í úrslitunum og sigraði B-flokkinn með 8.69 í einkunn
Fékk 9.0 fyrir brokk hjá tveimur dómurum.
Sjá má video frá forkeppninni HÉR
Í A-flokknum vorum við með þrjú hross.
Tristan frá Árgerði stóð efstur eftir forkeppni með 8.38 og sigraði einnig úrslitin með 8.57
Mynd: Rósberg Óttarsson
Gletting frá Árgerði sem sigrað hefur B-flokkinn undanfarin tvö ár tók þátt í A-flokknum í fyrsta skipti og var önnur eftir forkeppnina með 8.32 í einkunn. Hún tók þó ekki þátt í úrslitunum. Myndin er frá kynbótasýningunni á Melgerðismelum í vor.
Kiljan frá Árgerði var þriðji eftir forkeppnina með 8.30 en endaði annar í úrslitunum með 8.38
Nanna Lind og Sindri Snær tóku einnig þátt og gekk það flott hjá þeim. Nanna Lind var eini keppandinn í ungmennaflokknum og keppti þá með B-flokknum. Hennar hestur var Vísir frá Árgerði en þau eru margreynd saman á keppnisvellinum.
Þau hlutu 8.39 í forkeppninni
Og 8.42 í úrslitunum
Og síðast en alls ekki síst hinn 9 ára gamli Sindri Snær keppti í fyrsta sinn í Barnaflokki og stóð sig vel, endaði í þriðja sæti en hans reiðskjóti var Tónn frá Litla-Garði
En þetta var skemmtilegur dagur :) HÉR má sjá fleiri myndir af okkar fólki á mótinu en fleiri myndir kom inn fljótlega.
Gangster fer svo í hólf strax eftir Landsmót hér í Litla-Garði og er enn nokkur laus pláss.
Verðið er 90.000 kr með öllu, hafið samband við Bigga til að panta í síma 8961249
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270876
Samtals gestir: 81219
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:34:06