25.04.2013 09:58
Gleðilegt sumar...
Byrjum þessa sumarfærslu á fjögurra ára gamalli mynd af einum besta vor og sumarboða sem til er. Hér er hún Sónata okkar frá Litla-Hóli með Farsæl frá Litla-Garði nýkastaðann. Farsæll er í dag í eigu Magnúsar Inga Magnússonar, er á fjórða vetri og ennþá graður. Lofar hann verulega góðu og gefur föður sínum Gangster frá Árgerði gott orð sem kynbótahesti.
Sónata hefur reynst vel sem ræktunarhryssa. Hún missti reyndar folald fyrir nokkrum árum og þurfti dýralæknaaðstoð til að ná því út og hefur hún haldið misjafnlega eftir það. En undan henni eru til dæmis Tónn frá Litla-Garði frúarhesturinn á bænum;
Einnig albróðir hans Skjóni frá Litla-Garði en þeir eru báðir undan honum Tristan okkar
Og svo er það hún Glymra litla Glymsdóttir sem er sú fjórða á tamningaraldri.
Glymra er á fimmta vetur og er virkilega efnileg hryssa, hágeng og geðgóð. Eigum eftir að taka myndir af henni í reið.
Af tryppum er aðeins einn veturgamall foli til og er hann undan Gangster. Svo er vinkonan fylfull á ný. Spennandi að sjá, mjög svo eiguleg hross undan henni.
En hlutir ganga vel hér í Djúpadalnum. Vorverk læðast inn á milli mjög svo annasamra útreiðadaga, smekkfullt hús er af hrossum og er dágóður hópur af hrossum sem stefnt er með í sýningu. Fyrsta sýning ársins er í næstu viku á Sauðárkróki og stefnir Biggi þangað með tvær hryssur í fullnaðardóm og einn ungan stóðhest í byggingardóm. Meira um það síðar :)
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270948
Samtals gestir: 81227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:18:46