07.05.2013 13:34
Fyrsta kynbótasýning ársins afstaðin ..
Jæja, þá fer sumarið eða öllu heldur vorið að koma. Þó svo að veðurguðirnir séu fastir á því að halda vetri á lofti þá eru kynbótasýningarnar alltaf vorboði og ég tala nú ekki um lömbin litlu sem eru farin að týnast í heiminn. Sem betur fer reyndar á ekki að koma folald hjá okkur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí og vonandi aðeins seinna :)
En það var semsagt kynbótasýning á Sauðárkróki í vikunni sem leið og fór Biggi þangað með 3 hross. Tvær hryssur í fullnaðardóm og einn stóðhest í byggingardóm. Það gekk vel og varð niðurstaðan þessi:
Kolbrá frá Kálfagerði f. 2005 undan Glampa Vatnsleysu í eigu Kálfagerðisfjölskyldunnar hækkaði dóm sinn bæði fyrir byggingu og hæfileika og kom út með 8.10 í aðaleinkunn, byggingin hljómaði upp á 8.07(8.5 fyrir háls/herðar/bóga) og hæfileikaeinkunn upp á 8.12 (8.5 fyrir tölt, skeið, vilja/geðslag).
Kolbrá og Biggi á króknum - Mynd fengin af www.fax.is
Hin hryssan var einnig frá Kálfagerði og í eigu þeirra hjóna þar. Hún heitir Köllun frá Kálfagerði f. 2007 og undan Bjarma frá Lundum. Köllun hlaut 7.96 fyrir byggingu og 7.68 fyrir hæfileika og 7.79 í aðaleinkunn. Prýðis hryssa sem á helling inni enn.
Köllun og Biggi, Köllun hlaut 8.0 fyrir skeið
Þriðja hrossið sem farið var með var stóðhesturinn Hreinn frá Litla-Dal f.2009 og hlaut hann 8.00 fyrir byggingu.
Helgina þar á undan var stórsýningin Tekið til kostanna og var farið á hana með nokkrar hryssur, Karen frá Árgerði og Skerplu frá Brekku í alhliða hryssur og Emilíönu frá Litla-Garði í klárhryssur og stóðu þær sig ljómandi vel. EInnig fór Sigurdís frá Árgerði í skeiðið og hlaut þar fína tíma.
Eins og áður sagði er sauðburðurinn kominn á skrið og u.þ.b þriðjungur kindanna hér borinn en þær eru rétt undir 30 talsins. Vorið lætur bíða eftir sér þó svo að við kvörtum ekki hér fremra miðað við annars staðar hér í grenndinni þar sem allt er enn á bólakafi.
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270912
Samtals gestir: 81225
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:57:41