07.06.2013 19:42
Kynbótasýning á Melgerðismelum - hryssurnar
Jæja þá lauk í dag yfirlitssýningu á Melgerðismelum í brakandi blíðu og má segja að við séum heilt yfir ansi ánægð með okkar árangur.
Sýnd voru 10 hross og þar af 7 í fullnaðardóm og 3 einungis byggingardæmd. 8 hryssur og tveir stóðhestar.
Gyðja frá Árgerði er 6.v hryssa undan Kjarna og Gná frá Árgerði og í eigu Ásdísar og Sigursteins pabba hennar. Hún hlaut 7.89 fyrir byggingu og 7.66 fyrir hæfileika og 7.75 út og á inni báðum megin að okkar mati og er stefnt á síðsumars aftur.
Dögun frá Uppsölum er 6.v klárhryssa undan Borða frá Fellskoti og Teistu frá Stóra-Vatnsskarði og í eigu Sunnu Alexandersdóttur og Hákons Arnarssonar.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.83 |
Emilíana okkar frá Litla-Garði er 7.v klárhryssa undan Glym og Elvu frá Árgerði og í eigu Litla-Garðshjónanna. Henni gekk ekki sem skyldi þetta skiptið, akkúrat í bullandi hestalátum en hún hlaut 7.45 í aðaleinkunn skeiðlaus og á alveg helling inni.
Karen frá Árgerði er 7.v dóttir Hágangs frá Narfastöðum og Kveikju frá Árgerði og einnig í eigu Litla-Garðshjónanna.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.81 |
Sigurdís frá Árgerði er líka 7.v dóttir Hágangs frá Narfastöðum og Silfurtá frá Árgerði, hún hlaut 7.98 fyrir byggingu og 7.69 fyrir hæfileika og 7.81 í aðaleinkunn.
Þær sem voru byggingardæmdar voru Aldís frá Krossum 5.v undan Álfi frá Selfossi 7.68, Gletta frá Kolgerði 4.v undan Kosti frá Skagaströnd 7.85 og Gerpla frá Nautabúi 7.v undan Glampa frá Vatnsleysu 7.76.
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 4290
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280305
Samtals gestir: 81428
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 21:49:13