07.06.2013 19:56
Gangster og Farsæll :)
Eins og áður kom fram hér í frétt þá sló Gangsterinn okkar magnaði heldur betur í gegn í vikunni í kynbótadómi og bætti hann um betur í dag á yfirlitssýningu.
Dagsetning móts: 05.06.2013 - 07.06.2013 - Mótsnúmer: 12
Hér má sjá video af Gangster sem tekið var í fordómnum :)
Hér er fullnaðardómurinn hans út (það sem er skáletrað hækkaði hann í yfirlitinu):
Aðaleinkunn: 8,63 |
Sköpulag: 8,16 |
Kostir: 8,94 |
Höfuð: 8,0 2) Skarpt/þurrt Háls/herðar/bógar: 8,5 1) Reistur 4) Hátt settur 5) Mjúkur Bak og lend: 8,5 7) Öflug lend 8) Góð baklína Samræmi: 8,0 1) Hlutfallarétt Fótagerð: 7,5 Réttleiki: 7,5 Afturfætur: E) Brotin tálína Hófar: 8,5 1) Djúpir 4) Þykkir hælar H) Þröngir Prúðleiki: 9,0 |
Tölt: 9,0 1) Rúmt 3) Há fótlyfta 4) Mikið framgrip 5) Skrefmikið Brokk: 9,5 1) Rúmt 3) Öruggt 4) Skrefmikið Skeið: 8,5 2) Takthreint 3) Öruggt Stökk: 8,5 1) Ferðmikið Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 9,0 1) Mikið fas 4) Mikill fótaburður Fet: 9,0 1) Taktgott 2) Rösklegt 3) Skrefmikið Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 7,5 |
Erum alveg í skýjunum með þetta en innst inni vissum við alltaf að þetta byggi í hestinum, alltaf gaman samt þegar allt gengur upp sem skyldi. Hér eru nokkrar myndir í viðbót af Gangster frá því í yfirlitinu í dag:
Ekki nóg með að kynbótadómurinn á Gangster gengi vel var hans fyrsta afkvæmi dæmt á þessari sýningu einnig. Gangster er 7.v þannig að hans fyrsti árgangur var taminn í vetur en 2009 fæddust nokkur afkvæmi hans og þar á meðal hann Farsæll frá Litla-Garði en hann er sameign Litla-Garðshjónanna og Magnúsar Inga Mássonar vinar þeirra. Hann er undan henni Sónötu okkar frá Litla-Hóli sem hefur skilað okkur góðum hrossum.
Farsæll er ofboðslega mikill getuhestur með gríðargott jafnvægi á gangi strax, hann er klárhestur (ennþá) og svipar mikið til Gangsters að mörgu leyti.
Héraðssýning á Melgerðismelum 5. júní til 7. júní
Dagsetning móts: 05.06.2013 - 07.06.2013 - Mótsnúmer: 12
FIZO 2010 - 40% / 60%
IS-2009.1.65-655 Farsæll frá Litla-Garði
Sýnandi: Stefán Birgir StefánssonMál (cm):137 129 132 61 135 35 44 41 6.2 29 17.5Hófa mál:V.fr. 8,4 V.a. 7,6Aðaleinkunn: 7,95 |
Sköpulag: 8,00 | Kostir: 7,91 |
Höfuð: 8,0 3) Svipgott 7) Vel borin eyru Háls/herðar/bógar: 8,0 1) Reistur 5) Mjúkur D) Djúpur Bak og lend: 7,5 2) Breitt bak G) Afturdregin lend J) Gróf lend Samræmi: 8,5 4) Fótahátt 5) Sívalvaxið Fótagerð: 7,5 4) Öflugar sinar G) Lítil sinaskil Réttleiki: 8,0 Afturfætur: E) Brotin tálína Hófar: 8,0 7) Hvelfdur botn Prúðleiki: 8,5 | Tölt: 8,5 1) Rúmt 2) Taktgott Brokk: 8,5 1) Rúmt 3) Öruggt Skeið: 5,0 Stökk: 7,0 E) Víxl Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 8,5 1) Mikið fas Fet: 9,0 1) Taktgott 2) Rösklegt 3) Skrefmikið Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,5 |
Farsæll náði einkunnarlágmarki á Fjórðungsmót Austurlands og er nú í skoðun hvort þangað er stefnt en það þykir mjög líklegt þar sem hann hefur ekki sagt sitt síðasta enn á þessu ári að okkar mati.
Einnig fæðast folöldin núna undan Gangster og virðist hann lofa verulega góðu sem kynbótahestur. Gullfalleg folöld, háfætt og áberandi framfalleg, forvitin og skemmtileg.
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 4271
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280286
Samtals gestir: 81428
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 21:27:00