11.07.2013 10:35

Sumar sveita líf :)

Jæja er ekki best að koma annars slagið með fréttir sem tengjast hrossunum lítið? :)

Nú fer júlí að verða hálfnaður og sumarið líður í raun allt of hratt. Heyskapur í Árgerði og Litla-Garði gengur vel en Hafþór Magni ofurheyjari kom að sunnan með ömmuogafa músina sína Viktoríu til þess að hjálpa til við heyskap. Dýrmæt heimsókn það í alla staði... 

Sindri Snær Litla-Garðsbóndi junior er farinn að auka um sig umsvifin, er mjög öflugur og áhugasamur í sauðfjárrækt og leggur áherslu á litríka ræktun en er núna kominn í hænsnabúskapinn.



Þær eru 9 talsins og ekta íslenskar landnámshænur, dugar sko ekkert minna til! :) 

Ármann Örn sonur Boggu er lærður einkaflugmaður og er að flytjast á Norðurlandið um þessar mundir, um daginn var hann hér í heimsókn og leigði flugvél til að safna inn flugtímum. Hann fór í loftið frá Akureyri með Boggu (mömmu) með sér í sinni jómfrúarferð en lenti svo á Melgerðismelavelli og tók þá Bigga og Sindra með í útsýnisflug þaðan. Skemmtu þau sér öll frábærlega og geta ekki beðið eftir að komast aftur, kannski þorir Herdís þá með ;)



Nanna Lind er að vinna í bænum og njóta lífsins þar á milli og skellti sér til Parísar með sínum heittelskaða um daginn í vikutíma. Tóku þau París með trompi og náðu að skoða allt sem vert er að skoða á 7 dögum.


Ung blómarós í París


Nanna og Darri í París

Það er nú ekki hægt að setja inn frétt hérna án þess að minnast NEITT á hross og læt ég þessa rekstrarmynd fylgja, það var farið í stutta hestaferð um daginn, riðið inn í Halldórsstaði og til baka nokkru seinna og var það þrælgaman. Þessi mynd er hins vegar bara úr einum heimarekstrinum.




Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270819
Samtals gestir: 81215
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 04:49:16