24.10.2013 14:21
Október
Október er yfirleitt frekar skemmtilegur mánuður, byrjar á stóðréttunum á Melgerðismelum sem eru alltaf jafn skemmtilegar. Við fengum gott fólk í heimsókn þetta árið sem reið með okkur fram á dal eftir stóðinu, naut svo stóðréttana og slógu botninn í fjörið með stórfínu balli á melunum á eftir. Þetta voru Lasse vinur okkar frá Danmörk, kærastan hans og pabbi og svo 3 vinir þeirra til viðbótar.
Alltaf tilkomumikil sjón þegar stóðið kemur að réttinni
Veðrið var frábært og skiluðu öll okkar hross sér heim
Að venju kom fullt af fólki og fylgdist með
2 blómarósir ánægðar með heimahagana
Bleikálótt skjótt er Viktoría frá Árgerði 2.v og rauðskjótt er Spes frá Litla-Garði 2.v
Enn eigum við eitthvað til af sniðugum söluhrossum en tveir geldingar hafa skipt um eigendur nú í haust:
Gjafar frá Litla-Garði hefur verið seldur til Þýskalands og heldur utan í nóvember
Og hann Hvinur frá Litla-Garði hefur yfirgefið Ísland og er mættur til nýrra eigenda í Þýskalandi
Óskum við nýjum eigendum til hamingju með gæðingana!
En enn er eitthvað til!
Sigurrós frá Litla-Garði er skemmtileg reiðhryssa undan Hágangi frá Narfastöðum á góðu verði
Óðinn frá Árgerði er toppættaður stóðhestur með 121 í BLUPi undan Ómi frá Kvistum og Snældu frá Árgerði
Og margt fleira.. Endilega lítið á Horses for sale
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270912
Samtals gestir: 81225
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:57:41