28.10.2013 13:06
Hross til sölu
Eins og sagði í síðustu færslu þá er þónokkuð af skemmtilegum hrossum til sölu hjá okkur. Nokkur hross hafa skipt um eigendur núna síðustu mánuði og við töldum upp tvo flotta geldinga í síðustu færslu sem hafa skipt um eigendur en einnig hafa þessar hryssur skipt um eigendur;
Þessi sæta snót fékk nýjan eiganda nú á dögunum, er hér aðeins innan við sólarhringsgömul, rétt orðin þurr :) móðir er Bryjnarsdóttirin Sunna frá Árgerði og faðir er Gangster frá Árgerði.
Nýr eigandi er hún Stína okkar, Kristín Birna Sveinbjörnsdóttir og óskum við henni til hamingju með dömuna.
Þetta er Gloppa frá Litla-Garði en hún fékk nýjan eiganda nú í lok sumars. Hún er undan Glym frá Árgerði og Toppu frá Egilsstaðabæ og er þæg eðlishágeng skemmtileg hryssa. Nýr eigandi er Guðrún Harpa Jóhannsdóttir á Neskaupstað, við óskum henni innilega til hamingju :)
Hér má sjá þær stöllur saman :) rosaflottar og eiga örugglega eftir að láta að sér kveða á keppnisvellinum fyrir austan.
En eitthvað er enn til af frambærilegum hryssum,
Til dæmis tvær flottar Hágangsdætur, sýndar með ágætis dóm og eiga mikið inni:
Karen frá Árgerði er þæg, auðveld alhliða hryssa með góðar gangtegundir. Hún er undan 1.v Kveiksdótturinni Kveikju frá Árgerði
Video af Karen úr kynbótadómnum 2013
Svo er það hin flugvakra Sigurdís frá Árgerði (9.0 f.skeið) en hún er undan Ófeigsdótturinni Silfurtá frá Árgerði.
Þessi sæta snót fékk nýjan eiganda nú á dögunum, er hér aðeins innan við sólarhringsgömul, rétt orðin þurr :) móðir er Bryjnarsdóttirin Sunna frá Árgerði og faðir er Gangster frá Árgerði.
Nýr eigandi er hún Stína okkar, Kristín Birna Sveinbjörnsdóttir og óskum við henni til hamingju með dömuna.
Þetta er Gloppa frá Litla-Garði en hún fékk nýjan eiganda nú í lok sumars. Hún er undan Glym frá Árgerði og Toppu frá Egilsstaðabæ og er þæg eðlishágeng skemmtileg hryssa. Nýr eigandi er Guðrún Harpa Jóhannsdóttir á Neskaupstað, við óskum henni innilega til hamingju :)
Hér má sjá þær stöllur saman :) rosaflottar og eiga örugglega eftir að láta að sér kveða á keppnisvellinum fyrir austan.
En eitthvað er enn til af frambærilegum hryssum,
Til dæmis tvær flottar Hágangsdætur, sýndar með ágætis dóm og eiga mikið inni:
Karen frá Árgerði er þæg, auðveld alhliða hryssa með góðar gangtegundir. Hún er undan 1.v Kveiksdótturinni Kveikju frá Árgerði
Video af Karen úr kynbótadómnum 2013
Svo er það hin flugvakra Sigurdís frá Árgerði (9.0 f.skeið) en hún er undan Ófeigsdótturinni Silfurtá frá Árgerði.
Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270876
Samtals gestir: 81219
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:34:06