19.04.2014 20:52
Fákar og fjör
Sæl aftur.
Fleiri hross voru sýnd á Fákar og fjör frá okkur og ætlum við að skella hér inn nokkrum myndum til gamans.
Fyrsta er að telja Aldísi frá Krossum eða Hvítu Blesu en það er hún oftast kölluð á þessum bæ. Glæsileg Álfsdóttir sem við eigum ásamt Snorra Snorrasyni frá Krossum.
Ekki amarleg uppsetning á þessari skvísu :)
Æðislegt skref og síðan er hún flugvökur líka.
Næst er Skerpla frá Brekku í Fljótsdal en hún er í eigu Magga í Steinnesi og hefur verið hér í þjálfun. Frábærlega skemmtileg alhliðahryssa sem er í stöðugri framför og á eftir að gera það gott á hringvellinum. Skerpla er til sölu og veitir Biggi allar frekar upplýsingar um hana í s 896-1249.
Glæsihryssa með flottan fótaburð og rými.
Sjáið þið skrefið,,,,,
Og ekki vantar neitt upp á rýmið:)
Síðan sýndu Biggi og Ásdís Helga tvær Glymsdætur. Ásdís okkar er búin að vera að þjálfa klárhryssuna Emilíönu sem er undan Snældu-Blesa dótturinni Elvu frá Árgerði. Emilíana er einstaklega taumlétt, viljug og næm hryssa.
Er hún einnig til sölu. Uppl 896-1249
Flottar saman á mjúku fallegu tölti.
Myndar klárhryssa með góð gangskil.
Já já þær kunna þetta, Emilíana var pínu hissa yfir öllu þessu fólki og hávaðanum :)
Læt þetta duga í bili, vona að þið hafið gaman að:)