03.05.2014 22:06

Sindri Snær á flugi.

Ungir knapar á Norðurlandi sýndu listir sínar á hestum í dag á stórsýningunni Æskan og hesturinn í Léttirshöllinni Akureyri. 
Að sjálfsögðu tók Sindri Snær þátt ásamt góðum hóp af Trec krökkum. Hestamannafélagið Funi hefur boðið upp á námskeið í þessari nýju grein, sem nýtur mikilla vinsælda. Þjálfari krakkana er Anna Sonja Ágústdóttir. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir þjálfar þá fullorðnu :)

 Sindri Snær og Bára í svaka stökki.





Sindri er mikill áhugamaður um sauðfjárrækt og vill hann þá einna helst hafa kindurnar í öllum öðrum litum en hvítum, en eitthvað hefur það gengið misvel, til að mynda voru öll lömbin hvít í fyrra. Sindri samdi því við nágranna okkar Ævar í Miklagarði og fékk hjá honum flekkóttan hrút og var heldur betur ánægður þegar hann mætti í húsin fyrir skemmstu og við blasti þessi sjón.




Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270948
Samtals gestir: 81227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:18:46