13.05.2014 13:16

Meiri gleði

Sælir kæru lesendur. 

Nú er allt á fullu í vorverkunum og mikið að gera.  
Ákváðum við því að það væri komin tími til að virkja yngsta fjölskyldu meðliminn enn frekar. 

Var hann drifinn upp í gamla góða Massann sem gengur reyndar undir nafninu Ögmundur og er frá Önnu Kristínu vinkonu okkar og á hann því ættir að rekja til hennar :) 
Slóðinn var hengdur aftan í Ögmund og Sindri brunaði af stað og gekk verkið vel hjá honum.
Stoltur ungur maður á ferð.




Í morgun blasti síðan þessi sjón við!



Þessi fallega hryssa kom í heiminn í morgun og var frúin ekki lengi að skella sér út á tún með myndavélina til að mynda prinsessuna:)

Móðir hennar er Gná frá Árgerði en hún er undan Bliku frá Árgerði og Stíganda frá Sauðárkróki. 
Faðir er Gangster frá Árgerði sem þarf vart að kynna frekar.
Gná hefur eignast mörg góð afkvæmi og þekktastur hér norðan heiða er hinn flugrúmi gæðingur Vísir frá Árgerði.



Gná er í eigu Magna og Dísu sem og Snælda frá Árgerði sem var búin að eignast myndar hest fyrir nokkrum dögum einnig undan Gangster. 
Var hann bara rogginn með sig og þóttist mjög lífsreyndur við hliðina á nýja folaldinu.


Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270837
Samtals gestir: 81217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:10:44