16.05.2014 13:29
Bjartar vonir vakna:)
Sælir lesendur góðir.
Held hérna áfram að lofa ykkur að fylgjast með folöldum sem fæðast, sjáum til hvort ég næ að blogga um þau öll.
Í morgun var hin mikla gæðingshryssa Von frá Árgerði köstuð gullfallegri hryssu undan Gangster frá Árgerði. Er það önnur hryssan sem að Magni og Dísa eiga undan þeim.
Von er hæðst dæmda hryssan í Árgerði í dag og er hún mörgum afar minnisstæð.
Ásdís Helga Sigursteinsdóttir sýndi hana og keppti einnig á henni með frábærum árangri hvort heldur sem var í íþrótta eða gæðingakeppni og voru þær orðnar nær ósigrandi á keppnisvellinum.
Ásdís Helga og Von frá Árgerði á Stórmóti Þjálfa á Einarstöðum 2009 en þar gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu bæði A flokk gæðinga og tölt.
Lítil dama fædd 16 mai 2014 Bjartar vonir vakna :)
Gangster með alla sýna hæfileka og glæsileik á móti hæfileikabombunni henni Von. Það hlýtur að koma eitthvað gasalegt út úr því :)
Þetta er eflaust það sem heldur lífinu í ræktendum, það er þessi sterka von og trú um að geta skapað eitthvað undursamlegt með réttri blöndun.
Skrifað af herdis
Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 4345
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 1280608
Samtals gestir: 81443
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 04:52:45