23.05.2014 11:07

Sandhólaferja Gangster

Frétt frá Sandhólaferju!


Gangster frá Árgerði

Norðanhesturinn Gangster frá Árgerði verður hér á Sandhólaferju eftir landsmót. Gangster er undan Heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum og er hæðst dæmda afkvæmi hans.

 Gangster er svo undan hryssunni Glæðu frá Árgerði, en hún á 4 önnur sýnd afkvæmi, öll í fyrstu verðlaunum.
Gangster var með hæðstu hæfileikaeinkunn sem stóðhesti var gefið árið 2013 og þriðju hæðstu  aðaleinkunn. Gangster er fallegur og gullgóður hestur sem kemur úr þeirri gamalreyndu og góðu ræktun Magna í Árgerði.

Helsti kostur Gangsters frá Árgerði er hve jafnvígur hann er á öllum gangtegundum, með frábært brokk og fet eins gæðingum í dag sæmir. Gangster er glæsilegur í framgöngu, fangreistur og faxprúður.  Á gangi er hann skrefstór, flugrúmur og öflugur.

Verð á tolli : 150.000.-kr


Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270912
Samtals gestir: 81225
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:57:41