26.05.2014 20:16
Farsæll Gangstersonur í fyrstu verðlaun.
Eins og gengur og gerist með hesta þá vill það taka nokkurn tíma að sjá afkvæmi koma upp, allavega er það þannig hjá okkur . Hestarnir okkar hafa ekki uppkjaftaða forgjöf og þurfa því fyrst að sanna sig sjálfir í kynbótabrautinni áður en að það fara að koma hátt dæmdar hryssur til þeirra.
Þannig er því farið með hann Gangster okkar sem er þó ekki nema 8 vetra í ár. Það vorum við sjálf settum einhverjar hryssur undir ungfolann okkar og örfáir velviljugir sveitungar sem höfðu trú á ræktunarblóðinu sem er af góðum grunni reyst af hinum mikla hestamanni og fósturföður mínum honum Magna í Árgerði.
Það verður því að segjast eins og er að það gleður okkur afar mikið að sjá það á þeim tryppum sem byrjað er að eiga við undan Gangster hvað hann ætlar að skila sterkt ótvíræðum hæfileikum og myndarskap sem rekja má beint til hans.
Nú í kvöld fór í dóm hestur úr okkar ræktun hann Farsæll frá Litla-Garði 5 vetra stólpagæðingur.Hann er í eigu Magnúsar Inga Mássonar , er Gangsters sonur og algjör hæfileikabomba eins og faðir hans.
Hlaut hann í byggingu 8,0, hæfileika 8,23 og aðaleinkunn 8,14 sýndur sem
klárhestur líkt og faðir hans á sínum tíma og er því komin inn á landsmót.
Þar af hlaut hann 9
fyrir tölt, 8,5 fyrir brokk, stökk og fegurð í reið. 9 fyrir fet og hvorki
meira né minna en 9,5 fyrir vilja og geðslag. Og ekki er allt búið enn þar sem
að yfirlitið er eftir.
Farsæll er undan brúnskjóttri hryssu sem við fengum hjá Palla Rist, Sónötu
frá Litla-Hóli. Fór þessi hryssa ekki í háan dóm á sínum tíma en var mikið
uppáhald hjá okkur fjölskyldunni, frábær hryssa sem allir höfðu gaman af að
setjast á. Sónata hefur gefið okkur mörg sómahrossin, ég mun fjalla enn betur
um hana síðar.
Af þessum sökum gleðjumst við enn meira þar sem að það sannast okkur og vonandi ykkur lesendur góðir hversu mikill stólpagæðingur hann Gangster er sem einstaklingur og afkvæmahestur.
Það verður gaman að fylgjast með í framtíðinni þegar afkvæmahópurinn stækkar og breikkar með enn sterkari kynbótahryssum.
Innilega til hamingju Magnús Ingi, þú mátt sko vera stoltur
af þínum flotta gæðing J
Bestu kveðjur úr Eyjafirðinum
Herdís
Farsæl fjögra vetra. Sýndur á Melgerðismelum af ræktanda sínum Stefáni Birgi 2013.