26.05.2014 12:07
Nýjir meðlimir meðal hesta og manna.
Sælir kæru lesendur.
Vorverkin potast áfram, kartöflurnar og grænmeti komið í ræktun.
Frúin skellti sér með tvo vaska menn með sér í vorhreingerningu á reiðskemmu, en þar var farið að þorna hressilega og rykast eins og gengur á slíkum stöðum.
Ekki amarlegt að fá svona góða aðstoð.
Sindri og vinur hans Óli í Hvassafelli sýndu mjög listræn tilþrif í þvottinum :)
Enn eitt folaldið hefur bæst í hópinn en það er hún Hremmsa frá Litla-Garði sem kastaði hryssu í gærmorgun. Er það fyrsta hryssan sem hún eignast, hún hefur einungis eignast hestfolöld hingað til og vorum við að sjálfsögðu meira en sátt við þá nýbreytni hjá henni,
Sú stutta er undan Ramma frá Búlandi.
Til starfa hér í Litla-Garði er komin Johanna Schulz og er hún nýbúin með þriðja árið sitt á Hólum og er því orðin reiðkennari og þjálfari C.
Hlökkum við til þess að vinna með henni í sumar og bjóðum hana velkomna til starfa.
Johanna var með Glymru frá Litla-Garði í Hólaskóla í vetur og komu þær stöllur flottar undan vetri :)
Glymra er undan Sónötu frá Litla-Hóli og Glym frá Árgerði
Gaman að sjá hvað Glymra hefur tekið góðum framförum í vetur.
Þessi glæsihryssa er til sölu. Allar upplýsingar gefur Biggi í s 896-1249
Skrifað af herdisa
Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270837
Samtals gestir: 81217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:10:44