07.06.2014 08:34
tvær í fyrstu verðlaun
Sælir kæru lesendur.
Tvær hryssur úr okkar ræktun fóru í kynbótadóm á Melgerðismelum nú í vikunni og fengu þær báðar í fyrstu verðlaun.
Mirra frá LItla-Garði
Mirra frá Litla-Garði sen er undan Glym heitnum frá Árgerði og Væntingu frá Ási 1. Hún var hæsta 6 vetra hryssan og hlaut jafnframt næsthæsta dóminn á allri sýningunni. Erum við mjög stollt af þessari hryssu þar sem að hún á sína sjúkrasögu og hefur fyrir vikið ekki verið þjálfuð að neinu gagni fyrr en í vetur. Á hún gríðarlega mikið inni og verður spennandi að fylgjast með hvernig hún þróast.
Mirra hlaut 8,36 í byggingu, 8,34 í hæfileika og 8,35 til aðaleinkunnar. Þar af 9 fyrir hægt tölt, fegurð í reið og fyrir vilja og geðslag,
Karen frá Árgerði
Karen frá Árgerði sem er undan Hágangi frá Narfastöðum og Kveikju frá Árgerði hlaut einnig fyrstu verðlaun, Hlaut hún 7,79 í byggingu, 8,16 í hæfileika og 8,01 til aðaleinkunnar.
Megum við una sátt við okkar útkomu og síðan er það úrtaka fyrir Landsmót næstu helgi. Þar ætlar Biggi að sýna Gangster völlinn og eiga þeir félagar að geta gert góða hluti og stefnt er á háar tölur ef að allt gengur eftir. Krossum fingur, yfir og út :)
Sæl að sinni
Skrifað af Herdis
Flettingar í dag: 4271
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280286
Samtals gestir: 81428
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 21:27:00