23.07.2014 17:55

Stóðhestar

Hryssueigendur athugið!



Kiljan frá Argerði


Upplýsingar um notkunarstaði stóðhestanna okkar.

 Tristan frá Árgerði verður til afnota á Þrastarhóli 2 Hörgársveit frá 24 júlí fram í sept og hægt að bæta inn á hann hryssum hvenær sem er.



Flugrúmur gæðingur.


Verð 50.000,  innifalið folatollur og hólfagjald. 
Faðir Tristans er Orri frá Þúfu og móðir  Blika frá Árgerði.
Hann hlaut í byggingu 8,21. fyrir hæfileika 8,46 Aðaleinkunn 8,36

 Í A flokki gæðinga hefur hann farið í 8.71 og til gamans má geta að Tristan vann tvö ár í röð A-flokk á stórmóti Þjálfa á Einarsstöðum. Hann átti lengi vel besta tíma í skeiði gegnum reiðhöll Léttis og svo mætti lengi telja. Afkvæmi Tristans eru með ljúfa og trausta lund alhliðageng með góð gangskil. Þau eru stór og myndarleg og með góðan fótaburð og bera sig vel.

Uppl. í síma 899 6296 Magnús


Kiljan frá Árgerði er til afnota í Litla-Garði seinnihluta sumars. Það er einnig hægt að bæta inn á hann hryssum hvenær sem er. Verð 50,000 innifalið hólfagjald og folatollur.


Kiljan er mikill alhliðagæðingur sem hlaut í sköpulag 8,02, hæfileika, 8,48 og aðaleinkunn 8,30
Hann er undan Nagla frá Þúfu og gæðingsmóðurinni Bliku frá Árgerði.
Upplýsingar gefur Biggi í s 896-1249


Allar upplýsingar um Gangster frá Árgerði má finna hér neðar á síðunni og á sandholaferja.is


Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1271049
Samtals gestir: 81235
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 07:50:49