30.07.2014 21:35
Flygill frá Litla-Garði
Komið þið sæl.
Okkur langar að kynna fyrir ykkur 4ra vetra stóðhestinn okkar Flygil frá Litla-Garði.
Flygill er undan Fróða frá Staðartungu og fyrstu verðlauna Ófeigsdóttirinni Melodíu frá Árgerði. Jóhanna tamningarkonan okkar hefur verið að frumtemja Flygil og er hann einn af hennar uppáhalds. Næmur, geðgóður og mjög lofandi stóðhestur.
Myndarlegur foli :)
Hér ríkir fullkomið traust á milli manns og hests:)
Ekkert smá krúttleg saman :)
Á sparidögum er gaman að komast á Melgerðismela og spretta úr spori, Það reynum við að gera eins oft og hægt er enda dásamlegar útreiðarleiðir og mjúkt undir hóf.
Hér koma nokkrar hversdagsmyndir þaðan.
Sæl að sinni.
Jóhanna á Sónötu sinni :)
Sindri á Báru frá Árbæjarhjáleigu
Sindri og Tónn alltaf flottir saman.
Frúin skellir sér með og hefur gaman að :)
Herdís gefur Tóninn :)
Tónsi nýjárnaður og er líka með þetta flotta gula límband á hófunum :)
Snilldarmeri sem allir geta riðið á. Viðja frá Litla-Garði undan Kjarna frá Árgerði og Tíbrá frá Ási.
Er sko líka fyrir frúna :)
Skrifað af herdis
Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1271011
Samtals gestir: 81231
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:40:01