28.09.2014 22:15

Gangsterinn komin heim.

Sælir kæru lesendur

Hér í Litla-Garði er allt á fullu í frumtamningum og erum við svo heppin að vera búin að ganga frá ráðningum á tamningarfólki út ágúst 2015. Johanna Schulz nýútskrifaður Hólanemi af þriðja ári hefur starfað hjá okkur í sumar og ætlar að vera hjá okkur langt fram á næsta ár. Önnur stúlka bætist í hópinn í vetur Lena Holler, báðar þrælklárar og góðar tamningarkonur. Biggi heldur sínu striki eins og öll hin árin og stýrir skútunni :) 

Eins og áður segir er allt á fullu í frumtamningum og er búið að vera allt stútfullt hjá okkur nú síðsumars og í haust. Erum að hugsa um að ráða einn annan starfsmann og getum þá bætt við okkur örfáum hrossum, þannig að kæru lesendur, um að gera að hafa samband sem fyrst ef að þið viljið koma ykkar trippum í góðar hendur.

Og að allt öðru :)

Það var virkilega gaman að fá að sjá Gangster aftur en hann hefur verið á suðurlandinu í sumar.
Nú í vikunni kom hann heim á ný og fer í gott frí til að byrja með.
 Þótt það hafi farið vel um hann á suðurlandinu leyndi það sér ekki hvað kall var ánægður að sjá heimahagana á ný :)






Það eru spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun í að taka inn í vetur þar sem að efniviðurinn hefur sjaldan eða aldrei verið meiri í húsinu og er ekki séð fyrir enda á því enn :) Meir um það síðar :) 

Bestu kveðjur frá Litla-Garði.


 
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270876
Samtals gestir: 81219
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:34:06