07.11.2014 16:09

Viðurkenning á ræktun.



Sælir kæru lesendur. 


Nú er nýútkomið Eiðfaxablaðið 
og vorum við svo heppin að fá að prýða forsíðuna þar ásamt Gangsternum okkar.


Mynd. Birna Tryggvadóttir.


Birna Tryggvadóttir sótti okkur heim, tók myndir og fór yfir ræktunarsöguna í máli og myndum. 

Mæli ég eindregið með að þið nælið ykkur í eitt eintak af 10 tlb Eiðfaxa ef þið viljið kynna ykkur söguna. Þökkum við Birnu kærlega fyrir þessa frábæru kynningu og ekki skemmdi nú fyrir hvað hún er hress og skemmtileg.


Gangster frá Árgerði F. Hágangur frá Narfastöðum M. Glæða frá Árgerði LM 2014
Knapi. Stefán Birgir


Ræktunin var skoðuð til hlýtar og rykið hrist af mörgum myndunum, góðar minningar liggja að baki allra þeirra.


 Flestar myndirnar hér á eftir eru úr ræktun Árgerði og Litla-Garðs, 

 Þessi hross hafa öll hlotið fyrstu verðlaun.





Stóðhesturinn Kiljan frá Árgerði, M, Blika frá Árgerði F, Nagli frá Þúfu
Knapi. Stefán Birgir.

Stóðhesturinn Tristan frá Árgerði. F. Orri frá Þúfu M. Blika frá Árgerði 
Knapi. Stefán Birgir.


Stóðhesturinn Glymur frá Árgerði
F. Kraftur frá Bryngu
M. Glæða frá Árgerði


Stóðhesturinn Farsæll frá Litla-Garði F. Gangster frá Árgerði M. Sónata frá Litla-Hóli
Knapi Stefán Birgir


Formóðirin Snælda frá Árgerði og
Magni Kjartansson


Ein af ræktunarhryssunum Tíbrá frá Ási. Knapi Nanna Lind Stefánsd keppir í barnaflokk.


Ræktunarhryssan Von frá Árgerði, F. Kjarni frá Árgerði M. Græja frá Árgerði 
Knapi. Ásdís Helga 



Ræktunarhryssan Melodía frá Árgerði. F. Ófeigur frá Flugumýri. M. Birta frá Árgerði.
Knapi. Stefán Birgir


Ræktunarhryssan Týja frá Árgerði. F. Týr frá Árgerði M. Hrefna frá Árgerði
Knapi. Ásdís Helga.


Ræktunarhryssan Gletting frá Árgerði. F. Tristan frá Árgerði. M Glæða frá Árgerði
Knapi. Stefán Birgir.


Snælda yngri frá Árgerði. F. Orri frá Þúfu M. Blika frá Árgerði
Knapi. Stefán Birgir.


Læt þetta duga í bili, það verður að vera framhald síðar, en það er gaman að fara yfir þessar nýju og gömlu myndir þar sem að mörg hross undan þeim eru nú þegar komin í tamningaraldur og virðast ætla að erfa góðu gen foreldra sinna.




Til gamans má geta að Hrossaræktarbúið Litli-Garður fékk tilnefningu til ræktunarverðlauna þetta árið hjá HEÞ. 

Það á eftir að koma í ljós hver hreppir titilinn, og er bara gaman að fá þessa tilnefningu sem er í raun viðurkenning um að maður sé á réttri leið í ræktunni.

Þangað til næst.

Lifið heil.












,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
,,,

Flettingar í dag: 4179
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280194
Samtals gestir: 81376
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 20:30:50