18.11.2014 10:17
Gæðingamóðir fallin.
Sælir kæru lesendur.
Fallin er frá gæðingamóðirin Sónata frá Litla- Hóli.
Sónata var undan Frosta frá Selá og Jörp frá Litla-Hóli.
Þessa hryssu keyptum við af Palla Rist sumarið 1997. Langaði okkur að lífga aðeins upp á litastofninn og reyndist hryssan einnig hin mesti gæðingur.
Það var alltaf gaman að setjast á Sónötu, fjörviljug, reist og eftirtektaverð hryssa.
Sónata var sýnd 1998 og var við fyrstu verðlaun fyrir hæfileika, eða 7,97, en eitthvað fannst dómurunum hún illa byggð og gáfu henni einungis 7,20.
Við tókum því nú passlega alvarlega, okkur þótti Sónata okkar falleg og hafa margt gott að bera og fórum því ófeimin með hana inn í ræktunina.
Þeirri ákvörðun höfum aldrei séð eftir. Þessi hryssa hefur skilað okkur eintómum gæðingum.Alls 8 afkvæmi komust á fót, 6 hestar og 2 hryssur.
6 afkvæmi Sónötu eru tamin og eru þau með sérstaklega trausta og góða lund , með úrvals tölt með háum fótaburði. Hross sem allir elska að ríða á .
Hér koma myndir af afkvæmum þessarar gæðingamóðir.
Sirkus frá Litla-Garði f. 2002 geldingur - seldur suður
Faðir: Kraftur frá Bringu
Faðir: Kraftur frá Bringu
Sirkus frá Litla-Garði
Tónn frá Litla-Garði F 2003 F. Tristan frá Árgerði.
Tónn frá Litla-Garði er keppnishestur Sindra Snæs og hafa þeir farið í 8,65 í úrslitum í barnaflokki.
Skjóni frá Litla-Garði f. 2004 - Seldur Camillu Hoj
Faðir: Tristan frá Árgerði
Faðir: Tristan frá Árgerði
Skjóni frá Litla-Garði hefur verið að gera það gott hjá Camillu í fimmgangi. Þau skeiða sko líka undan henni Sónötu :)
Glymra frá Litla-Garði. F 2008..
F. Glymur frá Árgerði
Glymra er 6vetra hæfileikabomba sem á framtíðina fyrir sér á keppnisvellinum.
Farsæll frá Litla-Garði F 2009. F Gangster frá Árgerði. Eigandi Magnús Ingi Másson
Farsæll er eina sýnda afkvæmi Sónötu enda stóðhestur.
Hann hefur hlotið flott fyrstu verðlaun einungis 5 vetra gamall, sýndur sem klárhestur.
Hann hlaut 8 fyrir sköpulag, fyrir hæfileika 8,32, þ.a. 9 fyrir tölt og brokk og 9,5 fyrir vilja og geðslag og fyrir fet.
Tvö síðustu afkvæmi Sónötu eru fædd 2012 og 2013 og eru alsystkini Farsæls, undan Gangster frá Árgerði. Hér sjáið þið Sindra Snæ með hestinn sinn Tenór frá Litla-Garði. F. 2012
Síðasta afkvæmið hennar Sónötu, Díva frá Litla-Garði. F. 2013 F Gangster frá Árgerði
Gerði Sónata vel við þessa sætu skutlu og gekk hún undir henni fram á vor 2014.
Illa gekk að koma fyli í Sónötu á ný og þótti það að fullu reynt nú haustið 2014 enda hryssan orðin 22 vetra og búin að skila sínu vel.
Það er alltaf eftirsjá í góðum gripum og kveðjum við hana með söknuði.
Efst í huga er þó þakklæti fyrir þessi frábæru afkvæmi sem við og aðrir eigendur njótum svo sannarlega góðs af.
Skrifað af Herdís
Flettingar í dag: 4266
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280281
Samtals gestir: 81428
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 20:58:29