13.04.2015 20:34

Ræktunin.


Sælir kæru lesendur.

 

Næst komandi helgi verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. 



Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör og verður Litla-Garðsbúið með ræktunarbúsýningu þar.

Á laugardeginum verða ræktunarbú á svæðinu heimsótt og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna í Litla-Garð.

Að lokum verður hin magnaða Stóðhestaveisla.

Helgin verður því skemmtileg og viðburðarrík og er mikilvægt fyrir norðlenska ræktendur að koma sinni ræktun á framfæri.


Markaðssetning er mikilvæg og reynum við því að vera dugleg að henda inn fréttum hér á síðuna og erum þakklát öllum þeim sem gefa sér tíma til að renna yfir síðuna.

 Er því við hæfi, lesendur góðir, að kynna fyrir ykkur þrjú bráðefnileg tryppi á fjórða vetur sem eru hér á húsi og eru úr ræktun Litla-Garðs og Árgerði.




Hér sjáið þið Óperu frá Árgerði undan Óm frá Kvistum og Melódíu frá Árgerði. 

Ópera sem í eigu Guðmundar og Helgu á Akureyri er eiginlega alveg með þetta allt sem við leitum efir og er það svo sem sammerkt með öllum þessum tryppum. Myndarleg, geðgóð, góð gangskil og afskaplega fljót að læra. Bara dásamlegt. 


Frábært ganglag strax í upphafi tamningar.


Næst er það bróðir hennar Óðinn frá Árgerði (stóðhestur á fjórða vetur) Hann er eins og Ópera, undan Óm frá Kvistum og Snældu frá Árgerði.


Pínu feiminn við myndatökumanninn en það truflaði hann samt ekkert á gangi, mikið framgrip og stórt skref hjá þessum bráðefnilega fola.


Hér er allt laflaust og mikil framhugsun. Mikill efnisgripur á ferð.


Síðasta fjögra vetra hrossið er Viktoría frá Árgerði. Hún er undan Kapal frá Kommu og Kveikju frá Árgerði og var hún hér á síðunni fyrir stuttu þar sem að hún læddist fyrir myndavélina :)


Þessi litfagra hryssa er bara æðisleg eins og reyndar hin tvö, frábært geðslag og gangupplag.



Í lokin eru hér myndir af Arnari frá Útgörðum í eigu Birnu Björns. Stórglæsilegur töltari sem er hér í þjálfun.


Hver er nú ekki tilbúin að dilla sér á svona gæðing :)


Snilldin ein :)


Hlökkum til að sjá sem flesta næstu helgi

Kveðjur úr Djúpadalnum.



 


Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270912
Samtals gestir: 81225
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:57:41