22.04.2015 13:44
Eldborgin frumsýnd.
Sælir kæru lesendur.
Nýafstaðin helgi var vel heppnuð og skemmtileg hjá
Norðlenskum hestamönnum.
Fákar og fjör sú stórskemmtilega
sýning var á föstudagskvöldinu og tókst hún í heildina mjög vel.
Litla-Garðsbúið var með ræktunarbússýningu, Biggi var þar að auki með hross í þremur öðrum atriðum og vorum við svo heppin að fá sendar myndir frá Lindu Ulbricht af
þremur hrossum sem að Biggi var með á sýningunni.
Eldborgin frumsýnd.
Myndirnar eru af Eldborgu frá Litla-Garði 5 vetra hryssu sem er undan stóðhestinum okkar, Kiljan frá Árgerði. Hún tók þátt ræktunarbússýningunni og er óhætt að segja að hún hafi vakið þó nokkra athygli.
Eldborg er
mikill efniviður næm og sjálfberandi, og má til gamans geta að stærra hross
höfum við aldrei átt.
Eldborg er stór og
myndarleg og verður flugvökur líkt og faðir hennar. Hún er sammæðra fyrstu
verðlauna hryssunni Mirru frá
Litla-Garði og svipar að mörgu leyti til hennar.
Hér má sjá gæðinginn Arnar frá Útgörðum en hann
var í klárhestasýningu.
Aldís frá Krossum tók að sjálfssögðu
þátt og olli engum vonbrigðum.
Biggi fór með Sigurdísi frá Árgerði í skeiðið en það var með því sniði að lögreglan radarmældi og sá fljótasti vann.
Fór það svo að Sigurdís og Biggi mældust á mesta hraðanum eða á 43 km hraða og unnu með glæsibrag. Hvellurinn var slíkur á Sigurdís og Bigga að það náðist ekki að festa þau á filmu :)
Litla-Garðs búið bauð gestum heim á laugardeginum og komu ríflega 50 gestir í heimsókn.
Virkilega skemmtileg helgi í Eyjafirðinum þar sem að hver stórviðburðurinn rak annan og sex ræktunarbú á svæðinu sótt heim.
Spjallað og spekulerað.
Eldborg vildi fá að vera með.
Þjóðlegar kaffiveitingar í boði fyrir gesti þar sem áherslan var lögð á heimatilbúðið og íslenskt.
Þangað til næst.
Góðar kveðjur.