20.06.2015 15:02
Gangster í Borgarfjörðinn
Gangster frá Árgerði væntanlegur í Borgarfjörðinn!
Hin fasmikli og flugrúmi gæðingur IS-2006.1.65-663 Gangster frá Árgerði væntanlegur í Borgarfjörðinn!
Tekið verður á móti hryssum undir Gangster frá Árgerði laugardaginn 27. júní, eftir hádegi að Arnbjörgum Mýrum Borgarfirði.
FULLBÓKAÐ er undir hann fyrra gangmál, enn er hægt að panta pláss á seinna gangmálið. Reiknað er með að sónað verði frá honum seinnipartinn í júlí og fleiri hryssum bætt við.
Gangster er einstakur gæðingur sem hefur náð frábærum árangri bæði í A-flokki (8,91 í milliriðill LM 2014) í B-flokki (8,55 í forkeppni og 8,69 í úrslitum) og kynbótadómi þar sem hann er með 8,63 í aðaleinkunn og 8,94 fyrir hæfileika.
Jafnvígur, geðgóður, rúmur, faxprúður og skrefmikill klárhestur með flugskeiði.
Gangster vakti mikla athygli á landsmótinu 2014 fyrir sitt frjálsa fas og miklu úrgeislun. Þar steig hann sínu fyrstu spor í gæðingakeppni A flokks ,var fimmti hæsti eftir forkeppni, annar eftir milliriðil og endaði í sjötta sæti í sterkasta A flokki sögunnar.
Gangster er undan Heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum og er hæðst dæmda afkvæmi hans. Hann er undan Snældu-Blesadótturinni Glæðu frá Árgerði, en hún á 4 önnur sýnd afkvæmi, öll í fyrstu verðlaunum.
Helsti kostur Gangsters frá Árgerði er hve jafnvígur hann er á öllum gangtegundum, með frábært brokk og fet eins gæðingum í dag sæmir. Gangster er glæsilegur í framgöngu, fangreistur og faxprúður. Á gangi er hann skrefstór, flugrúmur og öflugur.
Gangster er langræktaður hestur úr ræktun sem byggir á gömlum grunni og hefur um árabil verið þekkt fyrir gott geðslag og eðlisgæði.
Þrátt fyrir ungan aldur á Gangster nú þegar tvö fyrstu verðlauna afkvæmi.
Verð á folatoll. 145,000 Innifalið folatollur + vsk + girðingargjald og 1 sónarskoðun.
Pantanir og upplýsingar gefur Stefán Birgir í s 896-1249 & Arnbjörg Mýrum Borgarfirði í síma 898 8134 Gunnar & 771 6661 Guðni
LM 2014