09.10.2015 13:09
Haustið í fögrum tónum.
Sælir kæru
lesendur.
Haustið er komið
og litadýrð náttúrunnar ásamt norðurljósadýrð gleður augað þessa dagana. Veðrið
er milt, mun mildara en það var á hásumri og tökum við því svo sannarlega
fagnandi.
Jenný Karlsson hefur bæst í okkar hóp og bjóðum við hana hjartanlega velkomna en hún ætlar að aðstoða okkur við frumtamningar í haust.
Jenný og Biggi að snúast í kringum hrossin.
Hrossasmölun var síðustu helgi og gekk með ágætum.
Fullar heimtur voru á hrossum og spennandi tímar framundan í hesthúsinu, en alls 15 hross þarf að frumtemja frá Árgerði og Litla-Garði.
Við fengum góðan gest frá Austurríki en Höskuldur Aðalsteinsson gaf sér tíma til að koma með okkur í hrossasmölun og réttir og dvaldi hjá okkur í nokkra daga.
Höski og Biggi í miklum pælingum.
Stína, Biggi, Höski og Óskar yfirbókhaldari :)
Stóðið á réttinni.
Stóðið rekið heim.
Og síðan var borðað og borðað og borðað :)
Hluti af frumtamningartryppunum.
Þessi töffari er kominn heim frá Arnbjörg Borgarfirði en þar eyddi hann sumrinu í góðu yfirlæti með fullt af glæsihryssum. Við erum ekki endanlega búin að fá fyljunartölurnar en það er óhætt að segja að það stefni í upp undir 100 % fyljun hjá Gangster og eru það góðar fréttir fyrir hryssueigendur :)
Við munum á næstu vikum kynna fyrir ykkur frumtamningartryppin en í þeim hóp eru a.m.k átta undan Gangsternum okkar, fullt af spennandi efnivið.
Þangað til næst.
Lifið heil!
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,