26.04.2016 19:27
Kiljan á leið úr landi.
Kiljan frá Árgerði. Knapi Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
Er það því síðasti séns að nota þennan flotta kynbótahest.
Þekktasta afkvæmi Kiljans er hin stórglæsilega Eldborg frá Litla-Garði sem er nú þegar orðin mörgum kunn. Eldborg hefur hlotið 8,04 í sköpulag, 8,44 í hæfileika þ.a. 9,5 fyrir hægt tölt, 9 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið A.e. 8,29 fimm vetra gömul.
Læt fylgja hér með myndir af þremur afkvæmum Kiljans sem eru okkur fædd.
Eldborg frá Litla-Garði á Fákar og fjör 2016.
Glæðir frá Árgerði upprennandi keppnishestur sem á eftir að gera góða hluti í brautinni seinna meir.
Tíbrá frá Litla-Garði viljug og næm alhliðahryssa.
Sem áður segir verður Kiljan til afnota í Litla-Garði þetta seinasta sumar hans á Íslandi.
Upplýsingar í s. 896-1249 Biggi [email protected]
Skrifað af Herdís
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270912
Samtals gestir: 81225
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 05:57:41