22.09.2016 15:53

Afkvæmi sumarsins.



Komið þið sæl.

Hér er allt á fullum snúning, haustverkin eru að klárast, verið er að laga til og endurbæta á ýmsum stöðum.
Framundan er stóðréttin aðra helgi og eigum við von á góðum gestum frá Austurríki og Þýskalandi sem að ætla að upplifa herlegheitin með okkur. 


Í sumar fæddust 10 folöld á í Litla-Garði og Árgerði. Má segja að þetta verði stór stóðhestaárgangur því hlutföllin skiptust í átta hestfölöld og tvær hryssur.

Ætla ég að kynna ykkur fyrir þessum nýju meðlimum í hestafjölskyldunni okkar.


 
Þetta er hestfolald er undan Aldísi frá Krossum og Gangster frá Árgerði.


 
Hann hlaut nafnið Fókus frá Litla-Garði og er algjör töffari.



Þessi gæi er undan Gangster og Týju frá Árgerði. 



Hann heitir Garri frá Litla-Garði



Þessi fallega snáði er undan Stegg frá Hrísdal og  Von frá Árgerði



Hann hlaut nafnið Vikar frá Litla-Garði



Hér er einn litfargur sem er undan Klakanum frá Skagaströnd og Lipurtá frá Árgerði. 


aðeins óskýr mynd, en sést þó hvað blesan er fullkomin.



Þetta hestfolald er undan Kiljan frá Árgerði og Gná frá Árgerði






Hér er eitt enn stóðhestefnið undan Korg frá Ingólfshvoli og Mirru frá Litla-Garði, en hún var með staðgöngumóðir þetta árið.



Hann heitir Mjölnir frá Litla-Garði



Næsta stóðhestefni er ekki af verri endanum en það er hann Gullfoss frá Litla-Garði

Hann er undan Gangster frá Árgerði og Eldborg frá Litla-Garði en hún var líkt og Mirra systir sín með staðgöngumóðir.



Hér sjáið þið stóðhestefni undan Kiljan frá Árgerði og Væntingu frá Ási.


 
Þetta er hann Eldfari frá Litla-Garði og er þessi myndarfoli albróðir Eldborgar okkar sem er flestum lesendum okkar kunn.


Að lokum koma hryssurnar tvær.



Þetta er Hlökk frá Litla-Garði en hún er undan Gangster og Hremmsu frá Litla-Garði



Hlökk frá Litla-Garði. Hér er maður orðin aðeins stærri og mannalegri. 



Að lokum er það Eivör frá Litla-Garði, en hún er undan Tristan frá Árgerði og Melodíu frá Árgerði. Falleg og reist hrysssa. 

Teljum við þetta orðið ágætt af hestfolöldum í bili, erum að verða ansi sterk í stóðhestaefnum og hljótum að eiga inni stóran hryssuárgang að ári :) 

Þangað til næst, lifið heil.








Flettingar í dag: 1900
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 1227886
Samtals gestir: 79425
Tölur uppfærðar: 30.10.2024 03:46:49