06.09.2017 23:05
kominn til starfa á ný!
Komið þið sælir kæru lesendur.
Það er allt gott að frétta úr Garðinum, sumarið hefur farið vel með okkur, heyskapur gengið vel eins og víðast hvar og tamingar mjakast áfram.
Við höfum verið heppinn að þurfa ekki að " stoppa" rekstur tamningarstöðvarinnar alveg, heldur hefur einungis hægst á öllu. Er því að þakka góðu tamningarfólki sem hefur komið til liðs við okkur.
Takk Magnús Ingi Másson fyrir alla hjálpina í vetur, þú stýrðir skútunni á erfiðum tíma og erum við óendanlega þakklát fyrir það.
Nú í haust klárar Biggi lyfjameðferðina, hann hefur verið heppinn að halda heilsu, verður s.s. ekki lasinn af lyfjunum þótt þau hafi auðvitað sín áhrif. Hann er hraustur að eðlisfari og það hjálpar helling.
Nú í september fer allt á fullt, Biggi er kominn til starfa á ný í tamningunum og stýrir skútunni með tvo færa reiðmenn sé við hlið.
Við getum bætt við okkur hrossum í tamningu/ þjálfun frá og með 1 okt!
upplýsingar gefur Biggi í s. 896-1249
En nú ætla ég að segja ykkur frá nýjustu hestafjölskyldu meðlimunum.
Hér ber að líta myndarhryssu undan Aldísi og Gangster frá Árgerði, til hamingju Snorri og fjölskylda.
Litfögur er litla daman.
Eldsteinn frá Litla-Garði undan Kiljan frá Árgerði
og Væntingu frá Ási 1.
Sjáið þið þennan, ekki ólíkur alsystir sinni henni Eldborgu með þann eiginleika að geta lækkað sig auðveldlega að aftan. Sindri Snær var ekki lengi að finna nafn á hann, Eldsteinn skyldi hann heita, ætli það fari í gegn hjá hestanafnanefnd? :)
Þessi myndargaur heitir Vals frá Litla-Garði. Hann er undan Kjark frá Skriðu og Hremmsu frá Litla-Garði
Tara okkar kom í sumar og hjálpaði okkur mikið, hún er búin að leggja snilldar vinnu í ungu tryppin og búa þau vel að því til framtíðar. Hér er hún búin að heilla Kjarkssoninn Vals frá Litla-Garði.
Gletting okkar kom með jarpa hryssu undan Hágang frá Narfastöðum. Gaman að fá hryssu svona til tilbreytingar :)
Góð blóðlína í þessarri dömu.
Litla-Jörp hennar Dísu í Árgerði kom með jarpa hryssu undan Kiljan frá Árgerði. Í baksýn er Lena okkar, en hún kom frá Austurríki að hjálpa okkur í sumar. Lena lagði inn virkilega góða vinnu í hrossin og þökkum við henni kærlega fyrir það.
Myndardama.
Gná frá Árgerði kom með móálóttann hest undan Bát frá Brúnum,
hann er nú varla búin að rétta úr sér á myndinni svo æstur var myndamaðurinn að mynda.
forvitinn ungur snáði.
Silfurtá kom einnig með móálóttan nösóttan hest undan Bát frá Brúnum.
afsakið myndatökuna, pínu blörraður gaur :)
Svala frá Árgerði leyfði okkur að fylgjast með er hún kastaði þessu hestfolaldi undan Kiljan frá Árgerði. Til hamingju Jenny Karlson :)
Hérna er hann upprisinn, en þó út á hlið :) Jæja, held að myndatökumaðurinn þurfi að fara að skoða sín mál!
Melodía frá Árgerði kom með bleikálóttan hest undan Gangster frá Árgerði, já við sláum ekkert af í stóðhestaræktuninni.
töffari þó nýfæddur sé.
Þessi gaur er undan Týju frá Árgerði og Kiljan frá Árgerði
Þar sem að Kiljan var að fara úr landi síðasta haust tókum við þá ákvörðun að nota hann talsvert, enda síðasti séns.
Von frá Árgerði kom með fallegan hest undan Kiljan frá Árgerði.
myndarfoli.
Þessi litli snáði er undan Viktoríu frá Árgerði og Gangster frá Árgerði.
Æðislegur á litinn og flottar hreyfingar, til hamingju kæru hjón Höski og Michi :)
Mirra frá Litla-Garði kom með rauðan hest undan Kiiljan frá Árgerði, þvi miður náðist ekki mynd af þeim, en ég lofa einni í haust.
Tíbrá frá Ási kom með bleikálótta hryssu undan Gangster frá Árgerði, mynd kemur síðar.
Ég læt þetta duga í bili.
Kveðjur úr dalnum.
Skrifað af herdisarmanns
Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1271011
Samtals gestir: 81231
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 06:40:01