13.03.2015 22:05

Afkvæmi Gangsters.


Sæl á ný.



Gangsterssonurinn Brúnó frá Hólum.


Okkur langar að deila með ykkur nokkrum myndum af Gangsters afkvæmum. 

Við notuðum Gangster lítillega sem ungfola en mest var hann hjá Kalla og Siggu fyrrum Hólabænda í Eyjafjarðarsveit. Var hann hjá þeim í hólfi tveggja og þriggja vetra.

Þau hross sem okkur fæddust á þessum tíma eru öll seld en eitthvað er til af yngri hrossum sem ekki eru komin á tamningaraldur.

Við erum nú samt svo lánssöm að nokkur þessara hrossa hafa ratað hingað inn á tamningarstöðina og fáum við nú að njóta þess að kynnast þeim og þjálfa.

Gangster á nú þegar eitt dæmt afkvæmi, fyrstu verðlauna stóðhestinn Farsæl frá Litla-Garði.


Gangsterssonurinn Farsæll frá Litla-Garði ásamt eiganda sínum Magnúsi Inga Mássyni.



Önnur afkvæmi Gangsters sem eru hér í tamningu og þjálfun eru!


Brúnó frá Hólum er stór og myndarlegur hestur. Viljugur, skrefmikill og á örugglega eftir að gera það gott á keppnisvellinum.



Skrefmikill og flottur hestur.



Orka frá Hólum er einstakslega geðgóð og skemmtileg hryssa. Stefnt er með hana í dóm í vor. Hennar vettvangur verður líklegast fimmgangur. 


Orka tekur sinn fyrsta skeiðsprett.


Orka og Brúnó eru í eigu Kalla og Siggu fyrrum Hólabænda.


Fallegt skref og eðlis fótaburður. 

Mökkur frá Hólum er næsti hestur sem við kynnum til leiks. Hann er búin að vera í gangsetningu í vetur og er mjög lofandi.  


Mökkur frá Hólum Eigandi Vera Roth.


Mökkur er stór og myndarlegur með mikið rými og fótaburð.



Síðust en ekki síst er Eldbrá frá Litla-Garði. Er hún í eigu Johönnu Schultz og er hún jafnframt knapi hennar.


Eldbrá er verulega töff hryssa sem stefnt er með í dóm í vor.


Eldbrá er mjög spennandi efniviður í frábæran töltara.



Þess má geta að öll þessi hross eru á sjötta vetur og eiga það sameiginlegt að vera undan ósýndum mæðrum, fyrir utan Farsæl en móðir hans hlaut 7,59. 

Erum við afar ánægð með þessi tryppi og er það tilhlökkunar efni hvern dag að halda áfram þjálfun þeirra. Þau eru auðveld og fljót til með skemmtileg gangskil.


Látum myndirnar tala sínu máli.


Bestu kveðjur úr dalnum.



Flettingar í dag: 1900
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 1227886
Samtals gestir: 79425
Tölur uppfærðar: 30.10.2024 03:46:49