Færslur: 2009 Október

17.10.2009 16:06

Síðastliðnu dagar

Góðan daginn.
Það er nú heldur betur kominn tími á nýjar fréttir og biðst ég afsökunar á hversu lítið hefur verið um að vera hér á síðunni síðustu daga, enn það skal sko lagast.

Hauststörfin eru enn öll í fullum gangi, verið er að laga hitt og þetta og gera allt sem gera þarf fyrir veturinn þar sem alltaf er gott að vera viðbúinn öllu.

Sindri litli sveitamaður skemmti sér konunglega.

5.september komu yndisfríðu rollurnar niður af fjalli, mörgum til mikins gamans enn þó ekki öllum.  Var réttað sama dag og býst ég við að við höfum nú fengið allt okkar þar sem mér sýnist vera nóg af þessu hér. Slátrun er að verða búin eða svo er mér sagt og fer því allt að verða venjulegt hér á ný.

SJÁ MYNDIR FRÁ RÉTTUM HÉR


Þetta var algjörlega hans deild.                                                                                       

Möl og nýtt grindverk komið í hlaðið

Magnús er nú farinn suður enn rétt áður en hann fór skellti hann upp þessu fína grindverki í Litla-Garði sem setur mikinn svip á bæinn. Einnig er verið að setja nýja og fína möl í hlaðið og má segja að þetta sé að verða ágætlega fínt núna.



Hafþór Magni er búinn að vera hér fyrir norðan að hjálpa með haustverkin, munar um hverja einustu hjálp og enda er þetta allt að smella. Þó er hann búinn að vera mikið í gæsaveiði og hefur gengið ljómandi vel þar.



sáttur með sig einn morguninn

3.október voru stóðréttir á Melgerðismelum. Gekk illa að smala vegna mikillar snjókomu enn þó fengum við allt okkar stóð.  Búið er að flokka þau hross, taka folaldsmerarnar heim og senda önnur hross aftur frammá dal. Búið er að sameina graddana og eru þeir komnir saman í hólf, aðeins 10 graddar.

 

SJÁ FLEIRI MYNDIR FRÁ STÓÐRÉTTUM HÉR

 

Annars er við mjög svo jákvæð fyrir vetrinum, strax byrjað að panta í tamningu og einnig eru mörg spennandi hross að koma á tamninaraldur og gaman verður að sjá hvernig þau þróast.

Minni ég á að það voru að koma 3 ný hross inná söluskrá og endilega skoðið það.

Kveðjur úr Eyjafirðinum.


Bændurnir í Litla-Garði & Árgerði hressir í stóðréttum.

 

  • 1
Flettingar í dag: 1900
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 1227886
Samtals gestir: 79425
Tölur uppfærðar: 30.10.2024 03:46:49