Færslur: 2010 Janúar
24.01.2010 21:02
Janúar fréttir
Góðan daginn.
Síðastliðna daga hafa tamningar gengið sinn vanagang. Í síðustu viku var lögð lokahönd á breytingu á stíum. Þar sem kálfarnir voru eru nú komnar 4 rúmgóðar einhesta safnstíur. Með þessari viðbót eru stíurnar orðnar alls 30.
fyrir.
eftir.
Tannálfurinn Gunnar Örn kom hér og raspaði fyrir okkur alla graðhestana ásamt nokkrum öðrum þjálfunarhrossum.
Hér sést Gunnar vera fínpússa tennurnar í Tristan frá Árgerði
Einnig fékk Kiljan frá Árgerði góða meðferð.
Loksins, loksins er hringgerði komið upp í Litla-Garði, er það 11m í þvermál og 1.80m á hæð.
Hringerðið.
Hringgerðið og Litli-Garður í baksýn.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
Sámur
16.01.2010 23:00
Fyrsta mót ársins
Góðan daginn kæru lesendur.
Mér datt í hug að skella inn smá fréttaskoti afþví sem hefur verið í gangi hér síðastliðnu daga. Tamningarnar hafa gengið sinn vanagang og meira en nóg að gera. Það hefur gengið brösulega við að finna tamningarmann hér enn endilega hafið samband ef þið hafið hugmynd um einhvern færan við þjálfun.
Þó að verkefnin séu mörg og vanti tamningamann er nú alltaf hægt að redda sér. Fjölskyldumeðlimir fara skella sér í húsin til að hjálpa til, er ekki sagt að margar hendur vinni létt verk ?Herdís er byrjuð að þjálfa og Nanna reynir að vera eins mikið með og tíminn segir. Sindri litli er í fullri vinnu þar eins og hann vill orða það :)
Fyrsta mót ársins var í gær (15.01.10). Léttir og Lífland héldu nýárstölt í reiðhöllinni inná Akureyri. Biggi tók þátt þar á geldingnum Dyn frá Árgerði og fékk einkunnina 5.8. Voru þeir bísna sáttir með það svona miðað við aðeins 4 reiðtúra undirbúning.
Endum þetta á mynd af Bigga á Dyn frá Árgerði á Nýárstöltinu.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
02.01.2010 23:13
Jólafríið komið á enda !
Já góðan og blessaðan daginn eða kannski væri bara gáfulegra að byrja á því að segja Gleðileg jól og farsælt komandi ár?
Já það má heldur betur segja að heimasíðan hafi skroppið í ansi langt jólafrí, enn í tilefni þess þar sem jólin eru nú á enda er kannski komin tími til að sparka í rassinn á sumum og koma inn með síðuna á fullu á nýju ári.
Margt hefur drifið á daga Litla-Garðs og Árgerðis fjölskyldunnar síðustu mánuði. Haustmánuðirnir tóku enda ásamt hausverkunum enn við tóku enþá fleiri og skemmtilegri verkefni. Tamningarnar hófust í Litla-Garði og kom nýr tamningamaður til aðstoðar á bæinn að nafni Lasse, hann kemur frá Danmörku enn mun verða hér út apríl.
Meira enn nóg af hrossum eru komin inn og meirihlutinn eða næstum allt mjög svo álitlegt, stefnir þetta í mjög áhugaverðan vetur þar sem mikið af nýjum hrossum eru að koma inn frá okkur og margt skemmtilegt í tamningu frá öðrum. Myndir og fréttir af þeim munu birtast hér á næstu dögum.
Veturkonungur hefur svo sannarlega sýnt sig hér á Norðurlandinu síðustu vikur og farið allt að niður í -17° frost. Sjaldan hefur sést jafn mikill snjór hér enn gaman er að ríða út í þessu veðri.
Milli jóla og nýárs fóru Biggi og Nanna upp í fjall á snjósleða að sækja hrossin sem voru þar enn, því miður gleymdist myndavélin í þeirri ferð enn mikið rosalega hefði verið gaman að hafa hana með.
Enn þá að jólunum og allir gleðinni í kringum þá hátíð.
Sindri Snær með Stúfi úr Dimmuborgum.
Fyrir jól skellti fjölskyldan sér í Jarðböðin á Mývatni með jólasveinunum í Dimmuborgum, var það mikil upplifun fyrir litla menn sem mun ábyggilega standa lengi með honum.
Já, Sindri hélt sér sko fast í mömmu.
Aðfangadagur var stórkostlegur eins og alltaf. Hamborgarahryggurinn klikkar seint og mætti halda að allir hafi gleymt kreppunni þegar snérist að pökkunum.
Allir sestir við borð á aðfangadagskvöld.(vantar 1)
Áramót 2009
Nýárskveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
- 1