Færslur: 2010 Maí

15.05.2010 11:18

Kynbótasýning á Melgerðismelum.

Kynbótasýningin á Melgerðismelum stóð nú yfir dagana 13-14 maí.og voru í kringum 50 hross skráð. Biggi mætti með 6 hross þar í dóm. Stóðhestana Tristan og Kiljan frá Árgerði, Tristansdæturnar Glettingu frá Árgerði og Fífu frá Hólum, 4v Kiljansdóttirina Tíbrá frá Litla-Garði og 5v Tristanssoninn Sleipni frá Halldórsstöðum.
Yfir heildina gengu sýningarnar vel, þó er alltaf eitthvað sem hefði mátt fara betur en það er bara eins og þetta gengur.

Sköpulag
Höfuð 7
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7
Hófar 8
Prúðleiki 7
Sköpulag 7.66
Kostir
Tölt 7.5
Brokk 7.5
Skeið 7
Stökk 7.5
Vilji og geðslag 8
Fegurð í reið 7.5
Fet 7
Hæfileikar 7.46
Hægt tölt 7
Hægt stökk 7
Aðaleinkunn 7.54


Hér má sjá dóminn af 4v hryssunni Tíbrá frá Litla-Garði sem er í eigu Berglindar Káradóttur. Hún er fyrsta hrossið sem tamið er undan Kiljan frá Árgerði og lofar einstaklega góðu. Gaman verður að sjá hana þroskast og bæta sig í framtíðinni.

Tíbrá frá Litla-Garði

Biggi fór með 3 hross undan Tristan í dóm.
5v stóðhestinn Sleipni frá Halldórsstöðum sem er í eigu Rósu Hreindóttur. Gekk ekki allt eins og ætlast var þar og kom hann út með aðaleinkun 7.49


Sleipnir frá Halldórsstöðum

Sköpulag
Höfuð 8.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 7.5
Fótagerð 8
Réttleiki 8
Hófar 7.5
Prúðleiki 7
Sköpulag 7.83
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 7
Stökk 7
Vilji og geðslag 8
Fegurð í reið 8
Fet 7
Hæfileikar 7.69
Hægt tölt 8
Hægt stökk 7
Aðaleinkunn 7.75

Hér er dómurinn af 6v hryssunni Fífu frá Hólum sem er í eigu Karls Karlssonar. Sýndist hún ágætlega en á þó nokkuð inni.

Fífa frá Hólum

Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 7
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.94
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8.5
Skeið 6
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8.01
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 7.98

Hér er svo dómurinn af Glettingu frá Árgerði. Einnig er hún 6v og undan Tristan frá Árgerði. Það munaði ekki miklu á 1. verðlaununum hjá henni en það kemur síðar.



Gletting frá Árgerði

Bræðurnir Kiljan og Tristan frá Árgerði sýndust ágætlega.
Tristan sýndist vel og hækkaði þónokkuð en Kiljan sýndist ekki jafn vel.

Sköpulag
Höfuð 9.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8.5
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 8.5
Sköpulag 8.11
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 8.5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 7.5
Hæfileikar 8.13
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 5
Aðaleinkunn 8.12

Hér er dómurinn af Kiljan, en eins og sjá má lækkaði hann þónokkuð í hæfileikum.

Kiljan frá Árgerði

Síðastur og hæstdæmda hrossið á Kynbótasýnignunni var Tristan frá Árgerði og jafnframt eina hrossið sem fékk miða inná Landsmót.

Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8.5
Fótagerð 8
Réttleiki 7.5
Hófar 9
Prúðleiki 9
Sköpulag 8.21
Kostir
Tölt 8
Brokk 8.5
Skeið 9
Stökk 8
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8.46
Hægt tölt 8
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8.36

Hér er dómurinn hans Tristans.

Tristan frá Árgerði

13.05.2010 18:33

Fjölskyldufréttir

Jæja kæru lesendur, eins og oft áður vinnst lítill tími í gerð á síðunni en þó reynum við að smella inn fréttaskotum öðru hverju sinni.
Síðastliðna daga hefur nú þó nokkuð drifið á daga hjá hestabúunum í Djúpadal. Í þessari frétt ætla ég þó að snúa athyglinni að fjölskyldunni.

Nú er ungviðið farið að spretta út og lömbin farin að koma í röðum á báðum bæjum. Vekur það mikla hamingju, þó sérstaklega hjá unga bóndanum í Litla-Garði honum Sindra Snæ. Einnig er komið eitt móálótt merfolald.

Í síðustu viku bárust okkur þær fregnir að Nanna Lind hefði verið valin sem ein af 8 knöpum á Íslandi til þess að fara til Danmerkur í sumar og keppa á Youth Cup 2010 (heimsmeistaramót unglinga í hestaíþróttum). Voru þetta mikil gleðitíðindi og strax komin spenna í loftið.

Hafþór Magni kom nú norður með sína litlu fjölskylduna sína í byrjun maí til þess að hjálpa við verkin í Árgerði. Sú litla dafnar vel og stefnt er á skírn í Júní.
Nú á næstu dögum fara svo að koma nýjar vinnustúlkur til þess að starfa hér í sumar.

litla gullið.

Krakkarnir eru að klára skólann. Nanna að fara í skólaferðalagið í næstu viku og bíður spennt eftir því að klára grunnskólagöngu sína, einnig var hún að ljúka 3.stigi í píanó.

Nanna í grunnprófinu sínu

Sindri er farin að taka þátt í fótboltamótum og er í góðum framförum.

æfir sig heima!

Magni og Dísa eru hin alsælustu og hafa alltaf nóg fyrir stafni.
Til gamans má nefna að næstkomandi helgi verður Magni áttræður.


Já allir hafa í nógu að snúast.

  • 1
Flettingar í dag: 7241
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 5796
Gestir í gær: 333
Samtals flettingar: 1270613
Samtals gestir: 81188
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 23:45:00