Færslur: 2011 Apríl

27.04.2011 20:13

Og fjörið hefst fyrir alvöru ...


Gýgja frá Úlfsstöðum tekur á því

Já vorið er komið í allri sinni dýrð! Það finnst á hrossunum sem og hitastigi og LYKT !! Gróðurinn að taka við sér og það er komin þessi yndislega vorlykt. Svo er hinn vorboðinn að byrja núna á föstudaginn og það er fyrsta kynbótasýning ársins, en meira um það á eftir.


Frá vinstri: Bára Galsadóttir, Brjánn Glettingssonur, Karen Hágangsdóttir og Emilíana Glymsdóttir saman útá túni að leika sér



Sjá má fleiri myndir frá fallegum og fjörugum apríl vordegi í myndaalbúmi :)

Það gengur eins og í sögu á tamningarstöðinni. Verknámið hjá Önnu gengur vel og er hún nú í seinnihlutanum af þjálfunarhestunum. Er hún með fimm skemmtileg hross og mjög fjölbreyttur hópur. Eigandi að einni hryssu sem hún er með kom í dag að taka út þjálfunina á henni og greip ég tækifærið og smellti af myndum, það er hún Lipurtá frá Miklagarði fædd 2006, afabarn Tristans okkar.



Þrælsniðug hryssa þar á ferð. Stefnum með hana í dóm vonandi í júní

Svo eru ungviðin farin að streyma inn, styttist í sauðburð. Komin þrjú folöld nú þegar einnig en þau tvö fyrstu voru ansi óvænt, greinilega komið heldur snemma niður í einum vetrurgömlum undan Sónötu frá Litla-Hóli og Gangster frá Árgerði og náði hann að fylja tvær ári eldri.
Fyrst kom Hófí frá Litla-Garði með hryssu sem Sindri Snær skírði Spes. Hófí er undan Melódíu frá Árgerði og Hóf frá Varmalæk.


Rauðskjótt eiginlega, stjörnótt og sokkótt á öllum fjórum og svo skottótt



Hin er ónefnd hryssa undan 1.v hryssunni Væntingu frá Ási og Glym frá Árgerði. Kom hún með rauðstjörnóttan hest sem hefur ekki verið nefndur.




Litli varð alveg ringlaður þegar hann kom fyrst út en þær voru færðar inn í hlöðu eftir að Spes litla fæddist og fæddist þessi kútur þar. Þarna eru hans fyrstu kynni af girðingum og þurfti hann aðeins aðstoð við að ná áttum.

Líflandsmótið var haldið síðastliðna helgi og tók Nanna þar þátt á Vísi frá Árgerði. Gerði hún sér lítið fyrir og sigrðaði bæði tölt og fjórgang með glæsibrag, glæsilegt par þar á ferð sem stefna á Landsmót saman ! Hér er frétt um mótið.

Hér er mynd af Nönnu og Vísi frá Fákar og Fjör sýningunni en þar voru þau í atriði með unglingum Léttis.

Frá tölt- úrslitum Líflands mótsins þar sem Nanna og Vísir sigruðu með 6.72

En á döfinni er Tekið til kostana á laugardaginn á Króknum en þar á undan er kynbótasýningin sem ég nefndi áðan. Stefnt er þangað með Gangsterinn en hann er í feiknastuði. Komum við með fréttir af því þegar það er afstaðið.

En stórsýningin Tekið til kostana er um helgina og ætlum við að mæta þangað með afkvæmahóp undan Tristan. Endilega kíkið á það :)



  • 1
Flettingar í dag: 1900
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 1227886
Samtals gestir: 79425
Tölur uppfærðar: 30.10.2024 03:46:49