Færslur: 2012 Maí
25.05.2012 20:37
Tristan frá Árgerði 2012
Tristan frá Árgerði verður til afnota í Húnavatnssýslunni þetta sumarið. Frábært tækifæri til að nota jafnvígan og geðgóðan stóðhest sem hefur sannað sig sem frábær reiðhesta og gæðingafaðir.
Hann verður í hólfi að Höllustöðum og má sjá allar upplýsingar um hvar skal panta o.s.frv HÉR
Hann verður í hólfi að Höllustöðum og má sjá allar upplýsingar um hvar skal panta o.s.frv HÉR
Skrifað af asdishelga
24.05.2012 19:20
Folöldin farin að tínast í heiminn :)))
Jæja kæru lesendur
Fjörið er aldeilis hafið, sumarið klárlega komið og allt að verða fallegt og grænt :) hægt er að líta ungviðin hvert sem litið er, lömb og folöld á hverri þúfu. Besti tími ársins sannarlega !
Fyrsta kynbótasýning ársins hjá okkur var í síðustu viku á Melgerðismelum og gekk það vel. Tókst að sækja flestallar þær tölur sem sóst var eftir og þá er varla hægt að biðja um mikið meira. Við sýndum tvær hryssur í fullnaðardóm og það voru:
Litla sæta Prýði sem Hulda Lilý festi kaup á í vetur fór í sinn annan dóm og hækkaði bæði fyrir hæfileika og byggingu. Falleg og skemmtileg klárhryssa sem á ennþá helling inni.
Og gæðingurinn Gletting frá Árgerði hefur ekki ennþá sagt sitt síðasta og bætir sig sífellt. Gríðarflott hryssa.
Talandi um Huldu Lilý. Hún hefur lokið sínu verknámi frá Hólaskóla hjá okkur, tók þjálfunarhestaprófið um daginn og stóðst það með ágætum. Þökkum við henni samstarfið í vetur :) ritara láðist að hafa myndavélina með í prófið og á skilið spark í rassinn fyrir það. Einnig var eitthvað lítið um myndavélar á lofti á kynbótasýningunni þannig að þessi frétt verður heldur myndasnauð framan af. Ef einhver sjálfboðaliði vill taka að sér starf myndavélatakara þá er staðan laus gegn ýmsum fríðindum :) hehe
En folöldin streyma í heiminn hvert öðru fallegra. Alltaf svo gaman af því. Biggi hefur hlutföllin sko alveg á sínu bandi þetta vorið en aðeins fyrsta folaldið var hestur og svo hafa komið fjórar hryssur í röð. Hins vegar komu fyrstu tvö folöldin í Árgerði síðustu nótt og var það bæði hestar.
Gyðja frá Teigi kom með jarpa hryssu undan Kiljan frá Árgerði
Ath myndgæði þessara mynda er léleg vegna þess að þær eru teknar á farsíma. Betri myndir koma síðar :)
Silfurtá frá Árgerði kom svo með brúna hryssu undan Abraham frá Lundum
Snerpa frá Árgerði kom svo með brúna hryssu undan Kiljan frá Árgerði
Svo eru það nýju gaurarnir í Árgerði;
Gná frá Árgerði kom með fallegan bleikálóttan hest undan Jarli frá Árgerði
Og svo kom hestagullið Snælda frá Árgerði með GULLfallegan hest undan Kiljan frá Steinnesi.
Fjörið er aldeilis hafið, sumarið klárlega komið og allt að verða fallegt og grænt :) hægt er að líta ungviðin hvert sem litið er, lömb og folöld á hverri þúfu. Besti tími ársins sannarlega !
Fyrsta kynbótasýning ársins hjá okkur var í síðustu viku á Melgerðismelum og gekk það vel. Tókst að sækja flestallar þær tölur sem sóst var eftir og þá er varla hægt að biðja um mikið meira. Við sýndum tvær hryssur í fullnaðardóm og það voru:
IS-2006.2.56-461 Prýði frá Hæli
Sýnandi: Ásdís Helga SigursteinsdóttirMál (cm):136 133 63 140 27 17Hófa mál:V.fr. 8,2 V.a. 8,0Aðaleinkunn: 7,89 |
Sköpulag: 8,05 |
Kostir: 7,78 |
Höfuð: 8,0 2) Skarpt/þurrt 3) Svipgott K) Slök eyrnastaða Háls/herðar/bógar: 8,5 1) Reistur 6) Skásettir bógar Bak og lend: 8,0 2) Breitt bak Samræmi: 7,5 1) Hlutfallarétt F) Brjóstdjúpt Fótagerð: 8,0 Réttleiki: 8,0 Afturfætur: 1) Réttir Framfætur: A) Útskeifir Hófar: 8,0 Prúðleiki: 8,5 |
Tölt: 8,5 1) Rúmt 3) Há fótlyfta Brokk: 8,5 4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta Skeið: 5,0 Stökk: 8,5 3) Svifmikið Vilji og geðslag: 8,0 Fegurð í reið: 8,5 4) Mikill fótaburður Fet: 7,5 D) Flýtir sér Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
|
Litla sæta Prýði sem Hulda Lilý festi kaup á í vetur fór í sinn annan dóm og hækkaði bæði fyrir hæfileika og byggingu. Falleg og skemmtileg klárhryssa sem á ennþá helling inni.
IS-2004.2.65-664 Gletting frá Árgerði
Sýnandi: Stefán Birgir StefánssonMál (cm):144 140 64 142 28.5 17.5Hófa mál:V.fr. 9,0 V.a. 8,0Aðaleinkunn: 8,16 |
Sköpulag: 7,94 |
Kostir: 8,31 |
Höfuð: 7,5 3) Svipgott G) Merarskál Háls/herðar/bógar: 8,5 3) Grannur 4) Hátt settur Bak og lend: 7,5 D) Framhallandi bak Samræmi: 8,5 4) Fótahátt Fótagerð: 7,0 E) Hörð afturfótst. H) Grannar sinar Réttleiki: 7,5 Afturfætur: E) Brotin tálína Framfætur: 1) Réttir C) Nágengir Hófar: 8,0 4) Þykkir hælar H) Þröngir Prúðleiki: 7,5 |
Tölt: 9,0 1) Rúmt 2) Taktgott 3) Há fótlyfta Brokk: 8,5 2) Taktgott 6) Svifmikið Skeið: 7,0 Stökk: 8,0 4) Hátt Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 8,5 2) Mikil reising 4) Mikill fótaburður Fet: 7,0 B) Skrefstutt Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0 |
|
Talandi um Huldu Lilý. Hún hefur lokið sínu verknámi frá Hólaskóla hjá okkur, tók þjálfunarhestaprófið um daginn og stóðst það með ágætum. Þökkum við henni samstarfið í vetur :) ritara láðist að hafa myndavélina með í prófið og á skilið spark í rassinn fyrir það. Einnig var eitthvað lítið um myndavélar á lofti á kynbótasýningunni þannig að þessi frétt verður heldur myndasnauð framan af. Ef einhver sjálfboðaliði vill taka að sér starf myndavélatakara þá er staðan laus gegn ýmsum fríðindum :) hehe
En folöldin streyma í heiminn hvert öðru fallegra. Alltaf svo gaman af því. Biggi hefur hlutföllin sko alveg á sínu bandi þetta vorið en aðeins fyrsta folaldið var hestur og svo hafa komið fjórar hryssur í röð. Hins vegar komu fyrstu tvö folöldin í Árgerði síðustu nótt og var það bæði hestar.
Gyðja frá Teigi kom með jarpa hryssu undan Kiljan frá Árgerði
Ath myndgæði þessara mynda er léleg vegna þess að þær eru teknar á farsíma. Betri myndir koma síðar :)
Silfurtá frá Árgerði kom svo með brúna hryssu undan Abraham frá Lundum
Snerpa frá Árgerði kom svo með brúna hryssu undan Kiljan frá Árgerði
Svo eru það nýju gaurarnir í Árgerði;
Gná frá Árgerði kom með fallegan bleikálóttan hest undan Jarli frá Árgerði
Og svo kom hestagullið Snælda frá Árgerði með GULLfallegan hest undan Kiljan frá Steinnesi.
Skrifað af asdishelga
13.05.2012 22:51
Söluhross
Endilega kíkið inn á sölusíðuna og sjáið þar t.d Aríu frá Árgerði, Elísu frá Litla-Garði og Kolbrá frá Litla-Garði.
SÖLUSÍÐAN
SÖLUSÍÐAN
Skrifað af asdishelga
09.05.2012 20:51
Vor í lofti :)
Loksins komið vor :) Lömbin streyma í heiminn vel væn og flott, grösin farin að grænka og hrossin alltaf að verða sprækari og sprækari.
Byrjum á að segja frá því að snáðinn á heimilinu fékk Tón, frúarhestinn lánaðan og skellti sér á Æskan og Hesturinn með öðrum ungum knöpum úr hestamannafélaginu Funa. Voru þau Indiánar og Kúrekar og þótti atriðið sérlega skemmtilegt.
Það eru komin tvö folöld en það var hún Sónata sem var fyrst og faðirinn þar Gangster frá Árgerði. Þar kom rauðjarpur sætur hestur.
Næst var hún Kveikja og kom hún er með draumafolaldið, bleikálótta hryssu undan Blæ frá Torfunesi :)
Glæsileg gullfalleg og verulega hæfileikarík hryssa, er á þessum myndum innan við sólarhringsgömul en ótrúlega rúm og hágeng á gangi.
Erum að bæta inn þremur fallegum og efnilegum unghryssum til sölu. Kíkið á:
Glæsileg unghryssa fædd 2010 undan 1.verðlauna hryssunni Kveikju frá Árgerði og heiðursverðlaunahestinum Gára frá Auðsholtshjáleigu. BLUP: 120
Aría frá Árgerði
Önnur gullfalleg unghryssa undan Svölu frá Árgerði og Kiljan frá Árgerði, Elísa frá Árgerði:
Og að lokum Kolbrá frá Litla-Garði undan Andvara frá Akureyri og Sunnu frá Árgerði fædd 2009
Frekari upplýsingar og myndir koma inn í Hestar til Sölu - Hryssur í kvöld :)
Skrifað af asdishelga
- 1
Flettingar í dag: 7241
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 5796
Gestir í gær: 333
Samtals flettingar: 1270613
Samtals gestir: 81188
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 23:45:00