Færslur: 2012 Október

05.10.2012 22:00

Haustfréttir

Jæja góðan daginn kæru lesendur

Afsakið hlé. Haustið er heldur betur skollið á hérna hjá okkur í Djúpadalnum, sem betur fer skiluðu allar kindurnar sér heim hjá okkur sem og lömbin þeirra en við hlutum heldur betur veðurskell hérna í byrjun september. Það rifnuðu upp tré með rótum hjá okkur og fleira í öllum látunum.

En það er fortíðin! Vefstjórinn hefur bruðið sér til Kanada þettað haustið og koma þessar fréttir þaðan, auðvitað heldur maður uppi þessari síðu bara þaðan, kannski ekki eins ítarlegar fréttir og sennilega verður eitthvað lítið um nýjar myndir þar til í desember fyrsta lagi.

En ein besta helgi ársins er að skella á! Stóðréttir á Melgerðismelum 13.okt, eru að koma til okkar vinir að hjálpa til við að sækja stóðið á fjall en er það ávallt hin mesta skemmtun. Hafþór Magni kemur sem og Magnús Ingi okkar gamli vinnumaður, og alla leið frá Danmörku er Lasse að koma en hann er annar gamall vinnumaður héðan. Alveg yndislegt að fá þá.

En það er alltaf gaman og spennandi að sjá hvernig tryppin koma af fjalli, hvernig þau hafa þroskast og stækkað þarna í paradísinni. Við erum með nokkur þrælefnileg og mjög vel ættuð unghross til sölu og kemur listi yfir þau hér á eftir og einhverjar myndir en sjón er sögu ríkari og ég hvet alla sem eru í hrossakaupahugleiðingum að skreppa fram á Melgerðismela 13.okt, laugardag kl.14 og sjá þau þar. Öll á sanngjörnu verði :)

Hross til sölu á stóðréttunum:

Fædd 2012
Jörp hryssa m. Gyðja frá Teigi f. Kiljan frá Árgerði

Mjög stór og vörpuleg hryssa, fer um á öllum gangi. Rakið efni í gott reiðhross eða jafnvel meira.


Brún hryssa m. Snerpa frá Árgerði f. Kiljan frá Árgerði
Gullfalleg hryssa, hreyfir sig mjög fallega og fer um á öllum gangi.



Rauðstjórnóttur hestur m. Svala frá Árgerði f. Gangster frá Árgerði
Eitt fallegasta folaldið í ár. Svanaháls og léttbyggður bolur. Hreyfir sig með háum hreyfingum og fer um á öllum gangi.




Bleikálóttur hestur m. Gná frá Árgerði f. Jarl frá Árgerði
Mjög framfallegur og stór foli. Einnig til albróðir hans ári eldri, dökkjarpur til sölu.


Jarpur hestur m. Nös frá Árgerði 1.v f. Gangster frá Árgerði
Gullfallegur hestur, móðirin hefur skilað frábærum hrossum, keppnis og kynbótahrossum.




Söluhrossin munu svo halda áfram að týnast inn fram að réttunum :)


  • 1
Flettingar í dag: 6672
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 5796
Gestir í gær: 333
Samtals flettingar: 1270044
Samtals gestir: 81171
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 23:23:59