Færslur: 2013 Október

29.10.2013 10:24

Emilíana

Endilega kíkið á hana Emilíönu hérna ... Hún er eðlishágeng, létt og næm fjórgangshryssa. Stór og myndarleg.



Hér má sjá allt um þessa gæðinghryssu ásamt videoi :)

29.10.2013 10:12

Video

Það er nú alltaf gaman af video-um :) var að smella inn þremur nýjum videoum af söluhrossum, tvö þeirra má sjá í síðustu frétt af systrunum Sigurdís og Karen frá Árgerði. Þriðja video-ið er af gæðingnum Kiljan frá Árgerði úr A-flokkskeppni 2012. Það má sjá HÉR

Einnig er í vinnslu video af Emilíönu frá Litla-Garði. Hágeng, skemmtileg, létt og kát klárhryssa undan frábærum foreldrum. Kemur inn í dag!


28.10.2013 13:06

Hross til sölu

Eins og sagði í síðustu færslu þá er þónokkuð af skemmtilegum hrossum til sölu hjá okkur. Nokkur hross hafa skipt um eigendur núna síðustu mánuði og við töldum upp tvo flotta geldinga í síðustu færslu sem hafa skipt um eigendur en einnig hafa þessar hryssur skipt um eigendur;


Þessi sæta snót fékk nýjan eiganda nú á dögunum, er hér aðeins innan við sólarhringsgömul, rétt orðin þurr :) móðir er Bryjnarsdóttirin Sunna frá Árgerði og faðir er Gangster frá Árgerði.
Nýr eigandi er hún Stína okkar, Kristín Birna Sveinbjörnsdóttir og óskum við henni til hamingju með dömuna.


Þetta er Gloppa frá Litla-Garði en hún fékk nýjan eiganda nú í lok sumars. Hún er undan Glym frá Árgerði og Toppu frá Egilsstaðabæ og er þæg eðlishágeng skemmtileg hryssa. Nýr eigandi er Guðrún Harpa Jóhannsdóttir á Neskaupstað, við óskum henni innilega til hamingju :)



Hér má sjá þær stöllur saman :) rosaflottar og eiga örugglega eftir að láta að sér kveða á keppnisvellinum fyrir austan.

En eitthvað er enn til af frambærilegum hryssum,

Til dæmis tvær flottar Hágangsdætur, sýndar með ágætis dóm og eiga mikið inni:


Karen frá Árgerði er þæg, auðveld alhliða hryssa með góðar gangtegundir. Hún er undan 1.v Kveiksdótturinni Kveikju frá Árgerði

Video af Karen úr kynbótadómnum 2013







Svo er það hin flugvakra Sigurdís frá Árgerði (9.0 f.skeið) en hún er undan Ófeigsdótturinni Silfurtá frá Árgerði.


24.10.2013 14:21

Október




Október er yfirleitt frekar skemmtilegur mánuður, byrjar á stóðréttunum á Melgerðismelum sem eru alltaf jafn skemmtilegar. Við fengum gott fólk í heimsókn þetta árið sem reið með okkur fram á dal eftir stóðinu, naut svo stóðréttana og slógu botninn í fjörið með stórfínu balli á melunum á eftir. Þetta voru Lasse vinur okkar frá Danmörk, kærastan hans og pabbi og svo 3 vinir þeirra til viðbótar.


Alltaf tilkomumikil sjón þegar stóðið kemur að réttinni


Veðrið var frábært og skiluðu öll okkar hross sér heim


Að venju kom fullt af fólki og fylgdist með


2 blómarósir ánægðar með heimahagana
Bleikálótt skjótt er Viktoría frá Árgerði 2.v og rauðskjótt er Spes frá Litla-Garði 2.v

Enn eigum við eitthvað til af sniðugum söluhrossum en tveir geldingar hafa skipt um eigendur nú í haust:


Gjafar frá Litla-Garði hefur verið seldur til Þýskalands og heldur utan í nóvember


Og hann Hvinur frá Litla-Garði hefur yfirgefið Ísland og er mættur til nýrra eigenda í Þýskalandi

Óskum við nýjum eigendum til hamingju með gæðingana!

En enn er eitthvað til!


Sigurrós frá Litla-Garði er skemmtileg reiðhryssa undan Hágangi frá Narfastöðum á góðu verði




Óðinn frá Árgerði er toppættaður stóðhestur með 121 í BLUPi undan Ómi frá Kvistum og Snældu frá Árgerði

Og margt fleira.. Endilega lítið á Horses for sale

20.10.2013 15:46

Laugardagsgöngutúr uppá Branda ofl

Í gær, laugardaginn 19. október héldu Biggi, Nanna og Darri inn á Branda til að athuga með fé sem hefur ekki enn skilað sér úr afréttinni. Það er óhætt að segja að það hafi ekki verið mikið um líf í fjallshlíðunum í gær en veðrið var dásamlegt og útsýnið ekki af verri endanum. 
Því fannst okkur ekki hjá því komist að deila brotabroti af þessari náttúrufegurð með ykkur, með myndum sem Darri Rafn tók.

Lagt var að stað frá Stóra-Dal 8.30 um morguninn. 


Sólin að koma upp 

Komin að Branda, eins og sjá má er þetta frekar langur dalur sem fer sífellt hækkandi.

Horft eftir kindum. Ekki auðvelt þegar annarhver snjóblettur leit út eins og rolla.


Feðginin kominn inn á botninn á Branda, ekkert fé enn fundið.

Ákváðum að skella okkur upp til að kíkja ofan í Skjóldalinn einnig, nú svona fyrst við vorum komin þangað á annað borð.

Rosalega flott.



Biggi ásamt Darra, tengdasyni.

Fagnaðarfundir þegar komið var á toppinn



Allir glaðir á toppnum

Nanna Lind og Darri Rafn með Fróða sinn á toppnum. Þetta líktist einna helst jökli.

Gamli að horfa eftir kindum.

MAGNAÐ ÚTSÝNI

Verulega kalt á toppnum.

Sólin skein 

Göngufærið var ekkert til að hrópa húrra alltaf hreint


Horft niður í Skjóldalinn

Færðin á leiðinni niður var ekkert alltof góð

Fórum niður hjá Seldal til að komast svo í Skjóldalinn.

Hér er tunglið farið að gægjast upp, en við komumst heim rétt fyrir myrkur, 

Gangan tók 10 tíma með einni pásu. Þó svo það hafi verið afar svekkjandi að koma ekki auga á eina kind, þá var ferðin skemmtileg og eftirminnileg. 
Það er alltaf gott og gaman að átta sig betur á landinu í kringum sig. 

18.10.2013 19:52

Gangsters afkvæmi


Nú vaxa afkvæmi Gangsters úr grasi og komu þau heim nú á dögunum af fjalli. Hann veldur okkur vægast sagt ekki vonbrigðum kallinn en gaman er frá því að segja að í sumar náði hann

100% fyljun en hann heimsóttu 35 hryssur



En það eru orðið til nokkur tryppi undan honum hjá okkur í Litla-Garði og Árgerði:


Þessi fallega hryssa heitir Flauta frá Litla-Garði f.2012 og er undan Melodíu frá Árgerði


Þetta er Glæsir frá Árgerði f.2012 en hann er undan Svölu frá Árgerði


Og þetta er svo fyrsta afastelpan hans, Spes frá Litla-Garði f.2011 :) hún er slysafang undan Farsæli frá Litla-Garði og Hófí frá Litla-Garði (u. Melodíu f Árgerði og Hófi frá Varmalæk)


Farsæll frá Litla-Garði, klárhestur (ennþá) sýndur 4.v með 8.5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, samræmi og prúðleika og 9.0 fyrir vilja/geðslag og fet


Fegurðarprins fæddur 2013 undan Væntingu frá Ási, Kveiksdóttur

18.10.2013 19:41

Fjárréttirnar

Í September voru hinar árlegu fjárréttir þar sem kindurnar og lömbin heimtast af fjalli. Heimtur voru góðar hjá okkur og einnig í Árgerði og litu lömb og kindur mjög vel út. Veður var þrælgott!


Flottustu smalarnir Sindri Snær og vinur hans Óli frá Hvassafelli



Sposkir á svip, sennilega í smápásu frá því að draga kindur :)

17.10.2013 17:17

Sindri og Tenór

Sindri Snær gerðist eigandi að framtíðargæðingi nú á dögunum og er afar stoltur.

Er það foli fæddur sumarið 2012 og er því veturgamall núna. Hann var óskírður og fékk hann að skíra hann sjálfur. Þessi foli er jarpur að lit og sammæðra uppáhalds hesti þeirra mægina,
Tóni frá Litla-Garði. Auðvitað valdi strákurinn flottasta nafn sem hægt var að finna og tónar það við stóra bróður, Tenór frá Litla-Garði. Hann er sumsé undan Sónötu frá Litla-Hóli og Gangster frá Árgerði.


Félagarnir Tenór og Sindri hittast í fyrsta sinn :)

16.10.2013 21:03

BLUP pælingar

Jæja þá er búið að gefa út nýtt kynbótamat.

 Meiri eftirvænting var eftir því hjá okkur þetta árið en önnur þar sem Gangsterinn okkar stórhækkaði í dómi. Hann var með ágætis BLUP fyrir enda undan Hágangi heiðursverðlaunahesti og var einnig 1.verðlauna klárhestur með þónokkrar níur fyrir dómi. EN hann er undan 2.v hryssu sem var svo undan ósýndri hryssu sem átti eingöngu tvö afkvæmi. Glæða er yfirburðakynbótahryssa sem virðist bara ekki klikka  en hin fékk verulega lágan dóm og átti engin afkvæmi. Því hefur Glæða haldist mjög lág í kynbótamati þrátt fyrir mikla velgengi sem kynbótahryssa. Hún hækkar þó um eitt stig milli ára nú og er með 103 stig í aðaleinkunn.


Glæða frá Árgerði


Undan Glæðu hafa fimm afkvæmi hlotið fullnaðardóm og öll 1.verðlaun. Meðaltal byggingar er 8.00 og meðaltal hæfileika 8.46. Glæða átti 14 afkvæmi í heildina, 5 hafa þegar hlotið dóm, tvö eru enn á tamningaraldri og stefnt með í dóm, svo voru sex geldingar en aðeins ein hryssa sem var ekki sýnd. Þessi tvö sem á tamningaraldri eru hryssa á fimmta undan Hróðri og stóðhestur á fjórða undan Kiljan frá Árgerði.

Önnur sýnd afkvæmi Glæðu: (vantar mynd af Gloríu frá Árgerði)

Ísidór frá Árgerði ae 8.09                                     Glymur frá Árgerði ae 8.39


Gletting frá Árgerði ae. 8,19

En aftur að Gangster. Eins og áður hefur sennilega komið fram hlaut hann hæstu hæfileikaeinkunn allra hrossa á Íslandi á árinu 2013 eða 8.94. Fyrir var Gangster með 114 í BLUP-i en hækkar nú í 119 og jafnar þar með Hágang föður sinn í aðaleinkunn.

Höfuð
103
Tölt
117

Háls/Herðar/Bógar
112
Brokk
115

Bak og lend
104
Skeið
105

Samræmi
108
Stökk
109

Fótagerð
95
Vilji og geðslag
118

Réttleiki
95
Fegurð í reið
121

Hófar
109
Fet
109

Prúðleiki
108
Hæfileikar
118

Sköpulag
111
Hægt tölt
110

Aðaleinkunn
119

Svo eiga afkvæmi hans eftir að koma fram, nokkur þeirra eru komin á tamningaraldur annað hvort  á fjórða eða fimmta vetur. Öll sem hafa verið tamin og við frétt af hafa verið mjög lundgóð og skemmtileg að eiga við. Opin á gangi, falleg og með flottar hreyfingar.


Gangster á hægu tölti í dómi vorið 2013 :)

10.10.2013 16:57

Stóðréttir ...

Nú nálgast ein stærsta helgi hestamennskunnar hér á Eyjafjarðarsvæðinu, stóðréttir á Melgerðismelum. Mikið er af hrossum frá þekktum hrossaræktunarbúum sem snúa til byggða þessa helgi og eru dregin í dilka kl.13 næsta laugardag. Við á hrossaræktunarbúunum Litla-Garði og Árgerði viljum vekja athygli á að hjá okkur eru þónokkur unghross allt frá folöldum upp í 3ja vetra til sölu flest undan sýndum merum og 1.v stóðhestum. Erum með nokkur til sölu undan Gangster frá Árgerði en einnig undan Blæ frá Torfunesi, Kapli frá Kommu og Kolskeggi frá Kjarnholtum ef dæmi eru tekin. Endilega lítið við í dilkunum okkar á réttinni og sjáið dýrðina með eigin augum, jafnvel rekið þið augun í spennandi tryppi á góðu verði.

 

Meðfylgjandi mynd er af Farsæl frá Litla-Garði, 4.v undan Gangster frá Árgerði



  • 1
Flettingar í dag: 6672
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 5796
Gestir í gær: 333
Samtals flettingar: 1270044
Samtals gestir: 81171
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 23:23:59