Færslur: 2014 Maí

29.05.2014 21:31

Firmakeppni Léttis

Sælir kæru lesendur.

Ákváðum að viðra menn og hesta í dag og skelltum okkur á firmakeppni Léttis.


Blíðviðri og gleði í brekkunni. Elmar Freyr, litli gleðigjafinn hennar Ásdísar skemmti sér  konunglega neð þessar blómarósir í kring um sig. 

Ásdís Helga okkar var með Emílíönu frá Litla-Garði og landaði öðru sætinu í kvennaflokk. 


 Flottar stöllur.




Jóhanna nýja tamningarkonan okkar fór með Glymru frá Litla-Garði og varð fjórða í kvennaflokk. 


þær eru báðar nýútskrifaðar frá Hólaskóla :)




Biggi ákvað að sýna Gangster völlinn og gekk þeim félögum með ágætum og hlutu fyrsta sæti í karlaflokk.

Hér kemur myndasyrpa af þeim félögum.


Gangster á fullu gasi.



Feikna stuð á þeim félögum.


Svifið í lagi.




 


Gangster á hægu tölti.


Sáttir með hvorn annan :)


Sáttir feðgar með gullmolann sinn:)


Bestu kveðjur úr Djúpadalnum.

26.05.2014 20:16

Farsæll Gangstersonur í fyrstu verðlaun.



Eins og gengur og gerist með hesta þá vill það taka nokkurn tíma að sjá afkvæmi koma upp, allavega er það þannig hjá okkur . Hestarnir okkar hafa ekki uppkjaftaða forgjöf og þurfa því fyrst að sanna sig sjálfir í kynbótabrautinni áður en að það fara að koma hátt dæmdar hryssur til þeirra.

 Þannig er því farið með hann Gangster okkar sem er þó ekki nema  8 vetra í ár. Það vorum við sjálf settum einhverjar hryssur undir ungfolann okkar og örfáir velviljugir sveitungar sem höfðu trú á ræktunarblóðinu sem er af góðum grunni reyst af hinum mikla hestamanni og fósturföður mínum honum Magna í Árgerði.

  Það verður því að segjast eins og er að það gleður okkur afar mikið að sjá það á þeim tryppum sem byrjað er að eiga við undan Gangster hvað hann ætlar að skila sterkt ótvíræðum hæfileikum og myndarskap sem rekja má beint til hans.

Nú í kvöld fór í dóm hestur úr okkar ræktun hann Farsæll frá Litla-Garði 5 vetra stólpagæðingur.Hann er í eigu Magnúsar Inga Mássonar , er Gangsters sonur og algjör hæfileikabomba eins og faðir hans.

Hlaut hann í byggingu 8,0, hæfileika 8,23 og aðaleinkunn 8,14 sýndur sem klárhestur líkt og faðir hans á sínum tíma og er því komin inn á landsmót.

Þar af hlaut hann  9 fyrir tölt, 8,5 fyrir brokk, stökk og fegurð í reið. 9 fyrir fet og hvorki meira né minna en 9,5 fyrir vilja og geðslag. Og ekki er allt búið enn þar sem að yfirlitið er eftir.

Farsæll er undan brúnskjóttri hryssu sem við fengum hjá Palla Rist, Sónötu frá Litla-Hóli. Fór þessi hryssa ekki í háan dóm á sínum tíma en var mikið uppáhald hjá okkur fjölskyldunni,  frábær hryssa sem allir höfðu gaman af að setjast á. Sónata hefur gefið okkur mörg sómahrossin, ég mun fjalla enn betur um hana síðar.

 

Af þessum sökum gleðjumst við enn meira þar sem að það sannast okkur og vonandi ykkur lesendur góðir hversu mikill stólpagæðingur  hann Gangster er sem einstaklingur og afkvæmahestur.

 Það verður gaman að fylgjast með í framtíðinni þegar afkvæmahópurinn stækkar og breikkar með enn sterkari kynbótahryssum.

Innilega til hamingju Magnús Ingi, þú mátt sko vera stoltur af þínum flotta gæðing J

Bestu kveðjur úr Eyjafirðinum

Herdís


 Farsæl fjögra vetra. Sýndur á Melgerðismelum af ræktanda sínum Stefáni Birgi 2013.


26.05.2014 12:07

Nýjir meðlimir meðal hesta og manna.

Sælir kæru lesendur. 

Vorverkin potast áfram, kartöflurnar og grænmeti komið í ræktun.
 Frúin skellti sér með tvo vaska menn með sér í vorhreingerningu á reiðskemmu, en þar var farið að þorna hressilega og rykast eins og gengur á slíkum stöðum.

 Ekki amarlegt að fá svona góða aðstoð.


Sindri og vinur hans Óli í Hvassafelli sýndu mjög listræn tilþrif í þvottinum :)


Enn eitt folaldið hefur bæst í hópinn en það er hún Hremmsa frá Litla-Garði sem kastaði hryssu í gærmorgun. Er það fyrsta hryssan sem hún eignast, hún hefur einungis eignast hestfolöld hingað til og vorum við að sjálfsögðu meira en sátt við þá nýbreytni hjá henni, 


Sú stutta er undan Ramma frá Búlandi.



Til starfa hér í Litla-Garði er komin Johanna Schulz og er hún nýbúin með þriðja árið sitt á Hólum og er því orðin reiðkennari og þjálfari C. 
Hlökkum við til þess að vinna með henni í sumar og bjóðum hana velkomna til starfa.
Johanna var með Glymru frá Litla-Garði í Hólaskóla í vetur og komu þær stöllur flottar undan vetri :)

Glymra er undan Sónötu frá Litla-Hóli og Glym frá Árgerði


Gaman að sjá hvað Glymra hefur tekið góðum framförum í vetur.

Þessi glæsihryssa er til sölu. Allar upplýsingar gefur Biggi í s 896-1249



23.05.2014 11:07

Sandhólaferja Gangster

Frétt frá Sandhólaferju!


Gangster frá Árgerði

Norðanhesturinn Gangster frá Árgerði verður hér á Sandhólaferju eftir landsmót. Gangster er undan Heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum og er hæðst dæmda afkvæmi hans.

 Gangster er svo undan hryssunni Glæðu frá Árgerði, en hún á 4 önnur sýnd afkvæmi, öll í fyrstu verðlaunum.
Gangster var með hæðstu hæfileikaeinkunn sem stóðhesti var gefið árið 2013 og þriðju hæðstu  aðaleinkunn. Gangster er fallegur og gullgóður hestur sem kemur úr þeirri gamalreyndu og góðu ræktun Magna í Árgerði.

Helsti kostur Gangsters frá Árgerði er hve jafnvígur hann er á öllum gangtegundum, með frábært brokk og fet eins gæðingum í dag sæmir. Gangster er glæsilegur í framgöngu, fangreistur og faxprúður.  Á gangi er hann skrefstór, flugrúmur og öflugur.

Verð á tolli : 150.000.-kr


16.05.2014 13:29

Bjartar vonir vakna:)

Sælir lesendur góðir. 

Held hérna áfram að lofa ykkur að fylgjast með folöldum sem fæðast, sjáum til hvort ég næ að blogga um þau öll.
Í morgun var hin mikla gæðingshryssa Von frá Árgerði köstuð gullfallegri hryssu undan Gangster frá Árgerði. Er það önnur hryssan sem að Magni og Dísa eiga undan þeim.

Von er hæðst dæmda hryssan í Árgerði í dag og er hún mörgum afar minnisstæð.
 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir sýndi hana og keppti einnig á henni með frábærum árangri hvort heldur sem var í íþrótta eða gæðingakeppni og voru þær orðnar nær ósigrandi á keppnisvellinum.

Ásdís Helga og Von frá Árgerði á Stórmóti Þjálfa á Einarstöðum 2009 en þar gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu bæði A flokk gæðinga og tölt.


Lítil dama fædd 16 mai 2014 Bjartar vonir vakna :)

Gangster með alla sýna hæfileka og glæsileik á móti hæfileikabombunni henni Von. Það hlýtur að koma eitthvað gasalegt út úr því :) 
Þetta er eflaust það sem heldur lífinu í ræktendum, það er þessi sterka von og trú um að geta skapað eitthvað undursamlegt með réttri blöndun.

14.05.2014 16:24

Stína tamningarkona

Sælir lesendur góðir.

Í vetur hefur starfað hjá okkur ung snót út Húnavatnssýslunni hún Kristín Birna Sveinbjörnsdóttir. 
Hefur hún gengt hér allri mögulegu vinnu sem snýr að hestum sem og öðrum sveitastörfum.

 Á morgun er hennar síðasti vinnudagur í Litla-Garði og heldur hún heim þar sem að hún ætlar að fara að vinna við hjúkrun á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. 

Þökkum við Stínu kærlega fyrir veturinn og vel unnin störf. Stína þú ert frábær og haltu áfram á sömu braut :)
 Stína hefur meðal annarra hrossa þjálfað Viðju frá Litla-Garði  seinni parts veturs.
Læt fylgja með myndir af þeim stöllum.

Viðja er undan fyrstu verðlauna hryssunni Tíbrá frá Ási og Kjarna frá Árgerði.




13.05.2014 13:16

Meiri gleði

Sælir kæru lesendur. 

Nú er allt á fullu í vorverkunum og mikið að gera.  
Ákváðum við því að það væri komin tími til að virkja yngsta fjölskyldu meðliminn enn frekar. 

Var hann drifinn upp í gamla góða Massann sem gengur reyndar undir nafninu Ögmundur og er frá Önnu Kristínu vinkonu okkar og á hann því ættir að rekja til hennar :) 
Slóðinn var hengdur aftan í Ögmund og Sindri brunaði af stað og gekk verkið vel hjá honum.
Stoltur ungur maður á ferð.




Í morgun blasti síðan þessi sjón við!



Þessi fallega hryssa kom í heiminn í morgun og var frúin ekki lengi að skella sér út á tún með myndavélina til að mynda prinsessuna:)

Móðir hennar er Gná frá Árgerði en hún er undan Bliku frá Árgerði og Stíganda frá Sauðárkróki. 
Faðir er Gangster frá Árgerði sem þarf vart að kynna frekar.
Gná hefur eignast mörg góð afkvæmi og þekktastur hér norðan heiða er hinn flugrúmi gæðingur Vísir frá Árgerði.



Gná er í eigu Magna og Dísu sem og Snælda frá Árgerði sem var búin að eignast myndar hest fyrir nokkrum dögum einnig undan Gangster. 
Var hann bara rogginn með sig og þóttist mjög lífsreyndur við hliðina á nýja folaldinu.


10.05.2014 14:51

Vorboðar í kuldatíð.

Sælir kæru lesendur.
 Þrátt fyrir kuldatíð heldur vorið áfram að birtast okkur í ótal myndum :)
 Fyrstu hryssurnar eru komnar til Gangsters og er karlinn heldur glaður að fá til sín dömur. 
Er hann þegar búin að sinna fyrstu hryssunni sem kom hér í gær frá Bjarna Pál á Húsavík. 

Hann er sem sagt byrjaður að sinna hryssum á húsmáli og viljum við biðja þá sem hafa hug á, og eins þá sem voru búnir að panta að hafa samband og staðfesta fyrri pantanir hjá Bigga í síma 896-1249  eða [email protected]

Set hér með frekari notkunarupplýsingar!

Gangster verður á húsnotkun hér í Litla-Garði fram að landsmóti.
Verð á húsnotkun: Sama verð og í fyrra 100,000 + vsk Eftir Landsmót í Sandhólaferju Hellu. 
100,000 + vsk + 25,000 girðingagjald


Annar vorðboði birtist hér í morgun og er það  myndarlegur jarpur hestur sem hefur litið dagsins ljós. Hann er undan Gangster frá Árgerði og fyrstu verðlauna hryssunni Snældu frá Árgerði.  



.


Sauðburður hefur gengið vel fyrir sig og ekki minnkaði gleðin hjá unga bóndanum Sindra Snæ þegar við bættust tvær svartar gimbrar í hópinn, en það hefur aldrei skéð hjá okkur fyrr. 
 Læt þetta duga í bili :)


03.05.2014 22:06

Sindri Snær á flugi.

Ungir knapar á Norðurlandi sýndu listir sínar á hestum í dag á stórsýningunni Æskan og hesturinn í Léttirshöllinni Akureyri. 
Að sjálfsögðu tók Sindri Snær þátt ásamt góðum hóp af Trec krökkum. Hestamannafélagið Funi hefur boðið upp á námskeið í þessari nýju grein, sem nýtur mikilla vinsælda. Þjálfari krakkana er Anna Sonja Ágústdóttir. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir þjálfar þá fullorðnu :)

 Sindri Snær og Bára í svaka stökki.





Sindri er mikill áhugamaður um sauðfjárrækt og vill hann þá einna helst hafa kindurnar í öllum öðrum litum en hvítum, en eitthvað hefur það gengið misvel, til að mynda voru öll lömbin hvít í fyrra. Sindri samdi því við nágranna okkar Ævar í Miklagarði og fékk hjá honum flekkóttan hrút og var heldur betur ánægður þegar hann mætti í húsin fyrir skemmstu og við blasti þessi sjón.




  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270658
Samtals gestir: 81192
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:08:51