Færslur: 2014 Júní
15.06.2014 17:16
LM farmiðar
Sælt veri fólkið.
Úrtakan fyrir Landsmót hjá félögunum í Eyfjafirði og Þingeyjarsveit var haldin um helgina. Í þetta sinn er aðeins haldin ein sameignleg úrtaka fyrir Léttir, Feyki, Funa, Glæsi, Gnýfara, Grana,Hring, Þráinn og Þjálfa.
Fór Biggi með Gangster í A flokk gæðinga og hlaut hann hæstu einkunn í forkeppni á mótinu 8,72 og farmiða inn á Landsmót.
Að þessu sinni reið hann ekki úrslit þar sem að þetta var eingöngu úrtökumót fyrir öll félögin nema Létti sem hélt sína gæðingakeppni í leiðinni.
Mirra og Gangster verða okkar fulltrúar á LM. Stórkostlegir gæðingar bæði tvö á sinn ólíka hátt.
Gangster frá Árgerði
Mirra hlaut 8,36 í byggingu, 8,34 í hæfileika og 8,35 til aðaleinkunnar. Þar af 9 fyrir hægt tölt, fegurð í reið og fyrir vilja og geðslag.
Skrifað af Herdís
07.06.2014 08:34
tvær í fyrstu verðlaun
Sælir kæru lesendur.
Tvær hryssur úr okkar ræktun fóru í kynbótadóm á Melgerðismelum nú í vikunni og fengu þær báðar í fyrstu verðlaun.
Mirra frá LItla-Garði
Mirra frá Litla-Garði sen er undan Glym heitnum frá Árgerði og Væntingu frá Ási 1. Hún var hæsta 6 vetra hryssan og hlaut jafnframt næsthæsta dóminn á allri sýningunni. Erum við mjög stollt af þessari hryssu þar sem að hún á sína sjúkrasögu og hefur fyrir vikið ekki verið þjálfuð að neinu gagni fyrr en í vetur. Á hún gríðarlega mikið inni og verður spennandi að fylgjast með hvernig hún þróast.
Mirra hlaut 8,36 í byggingu, 8,34 í hæfileika og 8,35 til aðaleinkunnar. Þar af 9 fyrir hægt tölt, fegurð í reið og fyrir vilja og geðslag,
Karen frá Árgerði
Karen frá Árgerði sem er undan Hágangi frá Narfastöðum og Kveikju frá Árgerði hlaut einnig fyrstu verðlaun, Hlaut hún 7,79 í byggingu, 8,16 í hæfileika og 8,01 til aðaleinkunnar.
Megum við una sátt við okkar útkomu og síðan er það úrtaka fyrir Landsmót næstu helgi. Þar ætlar Biggi að sýna Gangster völlinn og eiga þeir félagar að geta gert góða hluti og stefnt er á háar tölur ef að allt gengur eftir. Krossum fingur, yfir og út :)
Sæl að sinni
Skrifað af Herdis
02.06.2014 15:44
Frjósemi.
Sælir á ný lesendur góðir.
Fyrir utan það að sinna útreiðum og öðrum tilfallandi verkum, er tilhugalífið á fullu hjá Gangster þessa dagana og er orðið hluti af daglegum störfum hér á bæ.
Enn ein drottningin heimsótti Gangster, gæðingurinn Hekla frá Hólshúsum í eigu Hólmgeirs og Birnu.
Það hefur fjölgað aðeins hjá okkur síðan síðast og ætla ég að gera því skil hér.
Þessi snúður er undan Gangster og fyrstu verðlaunahryssunni Væntingu frá Ási.
Þessi var fljótskírður þar sem að hann var eins og lítill búálfur þegar hann fór á stað, vissi ekkert hvar hann átti að setja niður fæturna og veifaði þeim í allar áttir.
Fékk hann nafnið Tumi (tímalausi) :)
Klárlega fyndnasta folaldið sem hefur fæðst í ár þar sem að hreyfingarnar eru ótrúlegar, svaka framgrip og lyfta.
Fyrstu verðlaunahryssan Gletting frá Árgerði kastaði brúnum hesti.
Gletting er sammæðra Gangster. undan Snældu-Blesa dóttirinni Glæðu frá Árgerði og Tristan frá Árgerði.
Þessi litli herramaður er undan Óskastein frá Íbishóli.
Myndarhestur sem verður spennandi að sjá hvernig þróast.
Hjá þeim Magna og Dísu fæddust einnig tvö folöld nú á dögunum.
Perla frá Árgerði kom með jarpa hryssu undan Tristan frá Árgerði.
Perla er undan fyrstu verðlaunahryssunni Brynju frá Árgerði og Gusti frá Hóli.
Svolítið völt á fótunum ennþá sú stutta :)
Rúsínan í pylsuendanum kom síðan undan fyrstu verðlaunahryssunni Týju frá Árgerði.
Týja er undan Tý frá Árgerði og Hrefnu frá Árgerði.
Þessi litfagra hryssa er undan Herkúlesi frá Ragnheiðarstöðum sem að fór í flottan dóm nú rétt á dögunum.
Virkilega falleg hryssa og ekki skemmir fótalyftan.
Bestu kveðjur úr Djúpadal.
Skrifað af herdis
- 1
Flettingar í dag: 4156
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280171
Samtals gestir: 81376
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 19:08:58